Skynsamlegra að Alþingi eignist eigið húsnæði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2015 22:50 Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, fagnar því að ríkisstjórnin styðji áform um að leysa húsnæðisvanda þingsins. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða hvort nýta eigi gamla teikningu Guðjóns Samúelssonar. Forsætisráðherra vakti athygli fyrir páska þegar hann kynnti tillögu um nýja skrifstofubyggingu Alþingis og að hún risi á grunni hundrað ára gamallar teikningar Guðjóns Samúelssonar. Í umræðu hefur forsætisráðherra verið sakaður um að fara inn á verksvið þingsins. En hvað segir forseti Alþingis? Er verið að grípa fram fyrir hendur forsætisnefnd? „Það er alls ekki þannig og þetta verður auðvitað að lokum ákvörðun þingsins með hvaða hætti verður byggt yfir þingið,“ segir Einar. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem stuðning ríkisstjórnarinnar við þessa viðleitni okkar í forsætisnefnd að finna varanlega lausn fyrir þingið á framtíðarhúsnæði þess.“ Einar segir frumkvæðið hafa verið hjá forsætisnefnd og mikilvægt hafi verið að ríkisstjórnin hafi tekið undir fjárhagsleg sjónarmið þingsins. Alþingi leigi núna húsnæði á nokkrum stöðum í miðborginni með ærnum tilkostnaði. „Þegar við fórum að skoða þessi mál þá var það niðurstaða okkar að skynsamlegra væri, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að Alþingi eignaðist sitt eigið húsnæði. Þannig höfum við verið að vinna með þetta í forsætisnefndinni og verið bærilegur samhljómur um það.“Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Þegar Einar er inntur álits á þeirri hugmynd að byggja á þessari gömlu teikningu segir hann ekki tímabært að taka afstöðu til hennar. Útlit hússins sé eitthvað sem menn vinni úr í framtíðinni. „Þannig að ég í sjálfu sér á þessu stigi get ekki tekið afstöðu til þessarar teikningar, sem ég hef ekki kynnt mér nægjanlega og hef þannig ekki áttað mig á því með hvaða hætti hún fellur að þessu umhverfi hérna né að þörfum þingsins.“ Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, fagnar því að ríkisstjórnin styðji áform um að leysa húsnæðisvanda þingsins. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða hvort nýta eigi gamla teikningu Guðjóns Samúelssonar. Forsætisráðherra vakti athygli fyrir páska þegar hann kynnti tillögu um nýja skrifstofubyggingu Alþingis og að hún risi á grunni hundrað ára gamallar teikningar Guðjóns Samúelssonar. Í umræðu hefur forsætisráðherra verið sakaður um að fara inn á verksvið þingsins. En hvað segir forseti Alþingis? Er verið að grípa fram fyrir hendur forsætisnefnd? „Það er alls ekki þannig og þetta verður auðvitað að lokum ákvörðun þingsins með hvaða hætti verður byggt yfir þingið,“ segir Einar. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem stuðning ríkisstjórnarinnar við þessa viðleitni okkar í forsætisnefnd að finna varanlega lausn fyrir þingið á framtíðarhúsnæði þess.“ Einar segir frumkvæðið hafa verið hjá forsætisnefnd og mikilvægt hafi verið að ríkisstjórnin hafi tekið undir fjárhagsleg sjónarmið þingsins. Alþingi leigi núna húsnæði á nokkrum stöðum í miðborginni með ærnum tilkostnaði. „Þegar við fórum að skoða þessi mál þá var það niðurstaða okkar að skynsamlegra væri, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að Alþingi eignaðist sitt eigið húsnæði. Þannig höfum við verið að vinna með þetta í forsætisnefndinni og verið bærilegur samhljómur um það.“Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Þegar Einar er inntur álits á þeirri hugmynd að byggja á þessari gömlu teikningu segir hann ekki tímabært að taka afstöðu til hennar. Útlit hússins sé eitthvað sem menn vinni úr í framtíðinni. „Þannig að ég í sjálfu sér á þessu stigi get ekki tekið afstöðu til þessarar teikningar, sem ég hef ekki kynnt mér nægjanlega og hef þannig ekki áttað mig á því með hvaða hætti hún fellur að þessu umhverfi hérna né að þörfum þingsins.“
Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00