Þórdís kemur Þorgerði til varnar: „Birtingarmynd pólitískra öfga“ Agnar Már Másson skrifar 13. júní 2025 17:12 Þórdís Kolbrún (t.h.) kemur Þorgerði Katrínu (t.v.) til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu ráðherrann til ríkislögreglustjóra fyrir landráð. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kemur arftaka sínum til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við bókun 35. Hún kallar kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkisráðherra. „Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni. Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni.
Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira