Þórdís kemur Þorgerði til varnar: „Birtingarmynd pólitískra öfga“ Agnar Már Másson skrifar 13. júní 2025 17:12 Þórdís Kolbrún (t.h.) kemur Þorgerði Katrínu (t.v.) til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu ráðherrann til ríkislögreglustjóra fyrir landráð. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kemur arftaka sínum til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við bókun 35. Hún kallar kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkisráðherra. „Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni. Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
„Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni.
Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent