Nýi þjálfarinn talar vel um Söru og keppnisskapið hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2015 16:30 Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Stefán Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira