Makrílfrumvarpið, kjarni málsins? Haraldur Einarsson skrifar 7. maí 2015 12:45 Í gildi eru lög um stjórn fiskveiða frá 2006 og lög frá 1996 um stjórn veiða á deilistofnum eins og makríl. Þeim verður að fylgja þar sem ekki hefur náðst samstaða um breytingar, hvorki við stjórnarandstöðu né við samstarfsflokkinn. Í þeim lögum kemur skýrt fram að útgerðir sem stunda veiðar á nýjum tegundum eignast rétt til veiða í samræmi við veiðireynslu. -Áðurnefnd lög kveða á um að þegar veiðar eru takmarkaðar þá skuli úthluta veiðirétti til þeirra sem hafa stundað veiðar. -Árið 2011 voru komin 3 ár og hefði þá átt að kvótasetja makrílinn samkvæmt áðurnefndum lögum og áliti umboðsmanns Alþingis. -Í stað þess að setja makrílinn í kvóta með reglugerð, sem hefði fært stærstu útgerðaraðilunum megnið af kvótanum, er honum úthlutað til skemmri tíma með auka gjaldi upp á 1,5 milljarð á ári umfram hefðbundin veiðigjöld, auk þess að dreifingin á veiðiréttinum er meiri, t.d. til smábátaútgerða sem geta nú aukið veiðar á markíl á grunnslóð. -Áfram gildir 1. ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem skýrt er tekið fram sameign íslensku þjóðarinnar á nytjastofnum á Íslandsmiðum. Ágreiningur hefur verið uppi um hvort ríkið geti tekið veiðiheimildir af núverandi kvótahöfum nema að það yrði gert yfir mjög langan tíma. Það er því ljóst að úthlutun á makríl til 6 ára er í því samhengi verulega stuttur tími. -Framsókn hefur talað fyrir því að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. -Í frumvarpi ráðherra er gert ráð fyrir sérstöku veiðigjaldi á makríl sem er um 10 krónur á hvert kíló. Heyrst hafa gagnrýnisraddir um að gjaldið sé of lagt og of hátt. Sumir hafa gengið svo langt að telja að veiðigjald á makríl geti verið allt að fimm sinnum hærra. Horfa skal til þess að meðalverð á makríl til útgerða er um 60 krónur á kíló. Augljóst á að vera að útgerð sem á að greiða 90 krónur fyrir veitt kíló á makríl þarf að greiða með veiðunum 30 krónur á hvert og eitt kíló. Það er einfaldlega dæmi sem gengur aldrei upp. -Líkt og áður segir eru lög í gildi um stjórn fiskveiða. Í þeim lögum er ekki að sjá að ríkið hafi heimild til að setja veiðiheimildir á markað sem útgerðir hafa stundað veiðar á í áratug. Myndu menn kjósa að breyta lögum um stjórn fiskveiða með þeim hætti að ríkinu væri heimilt að setja veiðirétt á uppboð, er ljóst að afleiðingarnar yrðu helst þær að enginn hvati væri til að taka fyrstu skref við veiðar á nýjum tegundum og að þeir sem fyrir eru sterkir í greininni munu hafa yfirgnæfandi forskot. Slíkt myndi leiða til óhemju mikillar samþjöppunnar í greininni og á landsbyggðinni allri. -Fyrri ríkisstjórn hafði tækifæri til að breyta lögum með þeim hætti að löglegt væri úthluta veiðiheimildum á nýjum tegundum, eins og makríl, með öðrum hætti en núverandi lög kveða á um. Þegar litið er til fyrirliggjandi frumvarps og umræðu um að hlutdeildarsetja makríl í gamla kerfið til eins árs í senn og með því færa stærstu uppsjávarfyrirtækjunum nær allar veiðiheimildir á makríl, þá væri fundarheitið hjá Samfylkingunni í kvöld um „Markríll fyrir millana“ fyrst viðeigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í gildi eru lög um stjórn fiskveiða frá 2006 og lög frá 1996 um stjórn veiða á deilistofnum eins og makríl. Þeim verður að fylgja þar sem ekki hefur náðst samstaða um breytingar, hvorki við stjórnarandstöðu né við samstarfsflokkinn. Í þeim lögum kemur skýrt fram að útgerðir sem stunda veiðar á nýjum tegundum eignast rétt til veiða í samræmi við veiðireynslu. -Áðurnefnd lög kveða á um að þegar veiðar eru takmarkaðar þá skuli úthluta veiðirétti til þeirra sem hafa stundað veiðar. -Árið 2011 voru komin 3 ár og hefði þá átt að kvótasetja makrílinn samkvæmt áðurnefndum lögum og áliti umboðsmanns Alþingis. -Í stað þess að setja makrílinn í kvóta með reglugerð, sem hefði fært stærstu útgerðaraðilunum megnið af kvótanum, er honum úthlutað til skemmri tíma með auka gjaldi upp á 1,5 milljarð á ári umfram hefðbundin veiðigjöld, auk þess að dreifingin á veiðiréttinum er meiri, t.d. til smábátaútgerða sem geta nú aukið veiðar á markíl á grunnslóð. -Áfram gildir 1. ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem skýrt er tekið fram sameign íslensku þjóðarinnar á nytjastofnum á Íslandsmiðum. Ágreiningur hefur verið uppi um hvort ríkið geti tekið veiðiheimildir af núverandi kvótahöfum nema að það yrði gert yfir mjög langan tíma. Það er því ljóst að úthlutun á makríl til 6 ára er í því samhengi verulega stuttur tími. -Framsókn hefur talað fyrir því að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. -Í frumvarpi ráðherra er gert ráð fyrir sérstöku veiðigjaldi á makríl sem er um 10 krónur á hvert kíló. Heyrst hafa gagnrýnisraddir um að gjaldið sé of lagt og of hátt. Sumir hafa gengið svo langt að telja að veiðigjald á makríl geti verið allt að fimm sinnum hærra. Horfa skal til þess að meðalverð á makríl til útgerða er um 60 krónur á kíló. Augljóst á að vera að útgerð sem á að greiða 90 krónur fyrir veitt kíló á makríl þarf að greiða með veiðunum 30 krónur á hvert og eitt kíló. Það er einfaldlega dæmi sem gengur aldrei upp. -Líkt og áður segir eru lög í gildi um stjórn fiskveiða. Í þeim lögum er ekki að sjá að ríkið hafi heimild til að setja veiðiheimildir á markað sem útgerðir hafa stundað veiðar á í áratug. Myndu menn kjósa að breyta lögum um stjórn fiskveiða með þeim hætti að ríkinu væri heimilt að setja veiðirétt á uppboð, er ljóst að afleiðingarnar yrðu helst þær að enginn hvati væri til að taka fyrstu skref við veiðar á nýjum tegundum og að þeir sem fyrir eru sterkir í greininni munu hafa yfirgnæfandi forskot. Slíkt myndi leiða til óhemju mikillar samþjöppunnar í greininni og á landsbyggðinni allri. -Fyrri ríkisstjórn hafði tækifæri til að breyta lögum með þeim hætti að löglegt væri úthluta veiðiheimildum á nýjum tegundum, eins og makríl, með öðrum hætti en núverandi lög kveða á um. Þegar litið er til fyrirliggjandi frumvarps og umræðu um að hlutdeildarsetja makríl í gamla kerfið til eins árs í senn og með því færa stærstu uppsjávarfyrirtækjunum nær allar veiðiheimildir á makríl, þá væri fundarheitið hjá Samfylkingunni í kvöld um „Markríll fyrir millana“ fyrst viðeigandi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar