Bandaríkjastjórn leyfir boranir norðan Alaska Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2015 22:55 Mótmælendur réru á kajökum og kanúum í átt að borpallinum í höfninni í Seattle um helgina. Mynd/AP. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt áætlun olíufélagsins Shell um að hefja á ný boranir í sumar á heimskautasvæði djúpt undan ströndum Alaska, þrátt fyrir hörð mótmæli náttúruverndarsamtaka. Andstæðingar olíuleitarinnar brugðust við um helgina með því að róa kajökum og kanóum að borpalli á vegum Shell í höfninni í Seattle. Borsvæðið er norðan Beringssunds, í Chukchi-hafi á 71. breiddarbaug, en það er álíka norðarlega og nyrstu strandir Noregs. Norðmenn og Rússar hafa leyft olíuleit enn nær heimskautinu, eða allt norður á 73. breiddargráðu. Þess má geta að Drekasvæðið íslenska liggur á milli 67. og 69. breiddargráðu. „Við getum ekki treyst Shell fyrir heimskautasvæðum Ameríku,“ sagði formaður helstu náttúruverndarsamtaka Alaska, um leið og rifjað var upp að Shell neyddist fyrir þremur árum til að gera hlé á olíuleit á svæðinu þegar mikilvægur öryggisbúnaður stóðst ekki prófanir. Til að kóróna klúðrið strandaði svo borpallurinn þegar verið var að draga hann burt af svæðinu árið 2012. Talsmaður Shell segir samþykki Bandaríkjastjórnar mikilvægan áfanga sem sýni traust eftirlitsstofnana á áætlun fyrirtækisins. Umhverfissamtök hafa í stjórnartíð Baracks Obama ítrekað fagnað staðfestu forsetans í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú gagnrýna þau Obama fyrir að opna ný svæði til olíuleitar, ekki aðeins á norðurslóðum heldur einnig í Atlantshafi og undan suðausturströndum Bandaríkjanna. Tengdar fréttir Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30 Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt áætlun olíufélagsins Shell um að hefja á ný boranir í sumar á heimskautasvæði djúpt undan ströndum Alaska, þrátt fyrir hörð mótmæli náttúruverndarsamtaka. Andstæðingar olíuleitarinnar brugðust við um helgina með því að róa kajökum og kanóum að borpalli á vegum Shell í höfninni í Seattle. Borsvæðið er norðan Beringssunds, í Chukchi-hafi á 71. breiddarbaug, en það er álíka norðarlega og nyrstu strandir Noregs. Norðmenn og Rússar hafa leyft olíuleit enn nær heimskautinu, eða allt norður á 73. breiddargráðu. Þess má geta að Drekasvæðið íslenska liggur á milli 67. og 69. breiddargráðu. „Við getum ekki treyst Shell fyrir heimskautasvæðum Ameríku,“ sagði formaður helstu náttúruverndarsamtaka Alaska, um leið og rifjað var upp að Shell neyddist fyrir þremur árum til að gera hlé á olíuleit á svæðinu þegar mikilvægur öryggisbúnaður stóðst ekki prófanir. Til að kóróna klúðrið strandaði svo borpallurinn þegar verið var að draga hann burt af svæðinu árið 2012. Talsmaður Shell segir samþykki Bandaríkjastjórnar mikilvægan áfanga sem sýni traust eftirlitsstofnana á áætlun fyrirtækisins. Umhverfissamtök hafa í stjórnartíð Baracks Obama ítrekað fagnað staðfestu forsetans í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú gagnrýna þau Obama fyrir að opna ný svæði til olíuleitar, ekki aðeins á norðurslóðum heldur einnig í Atlantshafi og undan suðausturströndum Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30 Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30
Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15
Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06