Bjarni Benediktsson segist ekki tefja fyrir Eygló Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. maí 2015 19:47 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“ Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“
Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira