Vigdís Jónsdóttir úr FH sló met í sleggjukasti kvenna á móti sem fór fram í Kaplakrika um helgina, en hún bætti metið um rúman meter.
Hún kastaði 58,43 metra að þessu sinni, en hún kastaði 57,04 metra þegar hún bætti metið síðast.
Eir Starradóttir úr UMSE avrð í öðru sætinu, en hún kastaði lengst 45,88 metra.
Vigdís kastaði mjög vel á heimavelli í dag. Hún kastaði; 54,96 metra, 51,77 metra, 57,18 metra, 57,97 metra og 58,43 metra.
Vilhjálmur Árni Garðarsson FH bætti sinn persónulega árangur í sleggju og kastaði 55,91 m. Hann er í 8. sæti frá upphafi í greininni.
Vigdís bætti eigið met
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti