Boðar nýja stefnu í fíkniefnamálum á opnum fundi í HÍ Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 11:34 Ruth Dreifuss flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. Vísir/AFP Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, fundaði í gær með ráðherrum og háttsettum embættismönnum um stefnuna í fíkniefnamálum. Hún segir stríðið gegn fíkniefnum algerlega tapað og það valdi meiri skaða í samfélögum heimsins en fíkniefnin sjálf. Ruth Dreifuss er í hópi rúmlega tuttugu sendiboða alþjóðlegrar hugveitu sem heitir Global Commission on Drug Policy, eða alþjóðanefnd um stefnuna í fíkniefnamálum. En í nefndinni sitja fjölmargir meðal annars Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fyrrverandi þjóðarleiðtogar, ráðherrar og leiðtogar í atvinnulífi eins og Richard Branson, eigandi Virgin. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, aðstoðar nefndina vegna komu Dreifuss til Íslands, en hún kemur hingað að frumkvæði nefndarinnar. Reyndar átti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra Noregs, að koma með Dreifuss en hann forfallaðist. Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinar segir heimsókn Dreifuss hafa heppanst vel, en hún byrjaði gærdaginn á fundi með Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í gærmorgun. „Í gær hitti hún einnig Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra ásamt fjölda embættismanna úr ráðuneytunum auk háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu. Síðast en ekki síst var hún heiðursgestur á fyrstu opnu samkomu nýstofnaðra samtaka um skaðaminnkun, Frú Laufeyjar,“ segir Pétur. Dreifuss byrjaði reyndar heimsókn sína með því að mæta í ítarlegt viðtal við Heimi Má í Íslandi í dag á fimmtudag en það viðtal má sjá að neðan. Þegar Dreifuss varð innanríkisráðherra Sviss árið 1993 blasti við henni mikill fíkniefnavandi í mörgum helstu borgum landsins og beitti hún sér fyrir byltingarkenndum breytingum á stefnunni í þessum málum með samvinnu við neytendurna sjálfa, lögregluna, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu landsins. Hún flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. „Eftir fyrirlesturinn verður pallborð þar sem með Dreifuss verða Dr. Helgi Gunnlaugsson, Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Borgar Þór Einarsson, formaður sérstakrar nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun á stefnunni í fíkniefnamálum,“ segir Pétur Þorsteinsson. Alþingi Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, fundaði í gær með ráðherrum og háttsettum embættismönnum um stefnuna í fíkniefnamálum. Hún segir stríðið gegn fíkniefnum algerlega tapað og það valdi meiri skaða í samfélögum heimsins en fíkniefnin sjálf. Ruth Dreifuss er í hópi rúmlega tuttugu sendiboða alþjóðlegrar hugveitu sem heitir Global Commission on Drug Policy, eða alþjóðanefnd um stefnuna í fíkniefnamálum. En í nefndinni sitja fjölmargir meðal annars Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fyrrverandi þjóðarleiðtogar, ráðherrar og leiðtogar í atvinnulífi eins og Richard Branson, eigandi Virgin. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, aðstoðar nefndina vegna komu Dreifuss til Íslands, en hún kemur hingað að frumkvæði nefndarinnar. Reyndar átti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra Noregs, að koma með Dreifuss en hann forfallaðist. Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinar segir heimsókn Dreifuss hafa heppanst vel, en hún byrjaði gærdaginn á fundi með Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í gærmorgun. „Í gær hitti hún einnig Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra ásamt fjölda embættismanna úr ráðuneytunum auk háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu. Síðast en ekki síst var hún heiðursgestur á fyrstu opnu samkomu nýstofnaðra samtaka um skaðaminnkun, Frú Laufeyjar,“ segir Pétur. Dreifuss byrjaði reyndar heimsókn sína með því að mæta í ítarlegt viðtal við Heimi Má í Íslandi í dag á fimmtudag en það viðtal má sjá að neðan. Þegar Dreifuss varð innanríkisráðherra Sviss árið 1993 blasti við henni mikill fíkniefnavandi í mörgum helstu borgum landsins og beitti hún sér fyrir byltingarkenndum breytingum á stefnunni í þessum málum með samvinnu við neytendurna sjálfa, lögregluna, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu landsins. Hún flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. „Eftir fyrirlesturinn verður pallborð þar sem með Dreifuss verða Dr. Helgi Gunnlaugsson, Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Borgar Þór Einarsson, formaður sérstakrar nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun á stefnunni í fíkniefnamálum,“ segir Pétur Þorsteinsson.
Alþingi Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira