Innlent

Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bjarni vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda.
Bjarni vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda.
Bjarni Benediktsson, ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum á næsta ári. 

Hann vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Þetta segir hann í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag

Ég tel að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta eigi fyrst og fremst að þjóna aðhaldshlutverki gagnvart Alþingi og jafnframt vera einskonar öryggisventill lýðræðisins,“ skrifar hann.

Bjarni segir ákvæði sem heimilar framsali valdheimilda hafi ekkert með mögulega aðild að Evrópusambandinu að gera heldur hafi núverandi stjórnarskrá valdið nokkrum erfiðleikum fyrir þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu, einkum í samstarfinu um EES.

Í greininni segir hann einnig að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu. 

Gangi þetta eftir, segir Bjarni fyrirhugaða breytingar vera einar allra mestu sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni frá upphafi og að þær væru til þess fallnar að varða veginn fyrir frekari endurskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×