Innlent

Segir Íslendinga nýskriðna úr „fjárhagslegum torfkofum“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist á þingi í dag hafa smá áhyggjur af íslensku samfélagi og efnahag í tengslum við losun fjármagnshafta. Sagði hann það vera vegna þess að hann óttaðist óráðdeild í framtíðinni þegar búið væri að losa höftin.

„Ég vil meina að Íslendingar séu eiginlega nýskriðnir úr fjárhagslegum torfkofum, að við sem þjóð þekkjum fjármál mjög illa. Ekki bara þingmenn, líka bankamenn og líka almenningur. Það finnst mér vera alvarlegt vandamál, í raun og veru alvarlegasta efnahagsvandamál þjóðarinnar,“ sagði Helgi Hrafn.

Hann gerði svo að umtalsefni frétt á Hringbraut.is þess efnis að nú væri aftur hægt að fá 100% lán fyrir bílakaupum.

„Það hljómar einhvern veginn æðislega vel að fá lánaðan heilan bíl. Það er ekki endilega góð hugmynd. Ég óttast það að Íslendingar fari aftur að líta á lán sem ókeypis peninga og atkvæðaseðla sem lottómiða. Ég óttast það mjög og vara við því. Við verðum öll sem þjóð að skilja þau kerfi sem við heimtum réttlæti í.“


Tengdar fréttir

Þingmenn fagna uppbyggingu á Bakka

Störf þingsins voru rædd á Alþingi í morgunsárið og kom hver þingmaðurinn á fætur öðrum í ræðustól og fagnaði uppbyggingu á Bakka í Húsavík.

„Þjóðin er arðrænd“

Valgerður Bjarnadóttir segir að uppræta þurfi óréttlætið í þjóðfélaginu og skera kökuna upp á nýtt. Þá muni norræna vinnumódelið koma af sjálfu sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×