Innlent

Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigmundur Davíð hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna.
Sigmundur Davíð hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. Vísir/Vilhelm/CartoDB
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur samtals varið 62 dögum í ferðum erlendis á kostnað ríkisins á kjörtímabilinu. Hann hefur að jafnaði tekið með sér tvo fylgarmenn.



Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Í svarinu kemur fram að kostnaðurinn við ferðirnar sé í heildina 16.578.769 krónur. Að jafnaði kostar hver ferð 975 þúsund krónur.



Ferðir Sigmundar eru að jafnaði tæplega fjórir dagar að lengd en lengsta ferðin var sex daga löng. Hún var til Manitoba í Kanada þangað sem forsætisráðherra fór í opinbera heimsókn.



Yfirlitið nær yfir tímabilið marí 2013 til loka maí á þessu ári.


Til að fá upplýsingar um tilgang einstakra ferða, kostnað þeirra, lengd og fjölda fylgdarmanna getur þú fært músina yfir þann legg ferðarinnar sem þú vilt skoða nánar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×