Langhlaupari vann gull í hindrunarhlaupi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:54 Arnar hoppar í mark í dag. Vísir/Stefán Arnar Pétursson, sem er aðallega þekktur sem langhlaupari, vann nokkuð öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Arnar kom í mark á 9:22,16 sekúndum og forysta hans var slík að hann leyfði sér að hoppa yfir marklínuna. „Ég stefndi að þessu og það var gaman að fá gullið,“ sagði Arnar sem var að keppa í greininni í fimmta sinn á ferlinum. Arnar segir að hann hafi aðeins tekið samtals eina æfingu sérstaklega fyrir hindrunarhlaupið. „Hlaupin eru mun fleiri en æfingarnar,“ sagði Arnar sem segist njóta góðs af því að hafa æft körfubolta lengi. „Þar er maður að hlaupa og hoppa til skipts. Maður er aðallega hræddur við vatnsgryfjuna í hindrunarhlaupinu en það hefur yfirleitt gengið afskaplega vel að komast í gegnum hana. Þetta virðist liggja ágætlega fyrir manni.“ „Það vantaði einhvern til að hlaupa 3000 m hindrun í Evrópubikarnum og eftir það hefur maður fallið meira og meira fyrir henni.“ „En ég held að ég taki þetta meira með hinu enn sem komið er. Ég þarf að bæta tæknina en annars eru æfingarnar ótrúlega svipaðar æfingum fyrir langhlaupin.“ Þrátt fyrir allt segist hann sterkastur í þessari grein og eigi flest IAAF-stig í 3000 m hindrunarhlaupi af öllum þeim sem hann keppir í. „Mitt markmið er að komast nær níu mínútunum og það er tækifæri til að gera það í Evrópukeppninni í Búlgaríu þar sem margir sterkir hlauparar verða. Það er erfitt að gera það þegar maður er nánast einn eins og í dag.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Arnar Pétursson, sem er aðallega þekktur sem langhlaupari, vann nokkuð öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Arnar kom í mark á 9:22,16 sekúndum og forysta hans var slík að hann leyfði sér að hoppa yfir marklínuna. „Ég stefndi að þessu og það var gaman að fá gullið,“ sagði Arnar sem var að keppa í greininni í fimmta sinn á ferlinum. Arnar segir að hann hafi aðeins tekið samtals eina æfingu sérstaklega fyrir hindrunarhlaupið. „Hlaupin eru mun fleiri en æfingarnar,“ sagði Arnar sem segist njóta góðs af því að hafa æft körfubolta lengi. „Þar er maður að hlaupa og hoppa til skipts. Maður er aðallega hræddur við vatnsgryfjuna í hindrunarhlaupinu en það hefur yfirleitt gengið afskaplega vel að komast í gegnum hana. Þetta virðist liggja ágætlega fyrir manni.“ „Það vantaði einhvern til að hlaupa 3000 m hindrun í Evrópubikarnum og eftir það hefur maður fallið meira og meira fyrir henni.“ „En ég held að ég taki þetta meira með hinu enn sem komið er. Ég þarf að bæta tæknina en annars eru æfingarnar ótrúlega svipaðar æfingum fyrir langhlaupin.“ Þrátt fyrir allt segist hann sterkastur í þessari grein og eigi flest IAAF-stig í 3000 m hindrunarhlaupi af öllum þeim sem hann keppir í. „Mitt markmið er að komast nær níu mínútunum og það er tækifæri til að gera það í Evrópukeppninni í Búlgaríu þar sem margir sterkir hlauparar verða. Það er erfitt að gera það þegar maður er nánast einn eins og í dag.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16