Öruggur sigur Anítu: Ekki glæsilegt en skemmtilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:12 Vísir/Stefán Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn