Viðskipti erlent

Rupert Murdoch lætur af framkvæmdastjórn Fox

Bjarki Ármannsson skrifar
Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch. Vísir/AFP
Rupert Murdoch hyggst láta af störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins 21st Century Fox, að því er CNBC greinir frá. Talið er að Rupert muni áfram starfa hjá fyrirtækinu sem stjórnarformaður en James, sonur hans, taki við stöðu framkvæmdastjóra.

Hinn ástralsk-bandaríski Murdoch er 84 ára gamall. Hann stofnaði News Corporation, næststærstu fjölmiðlasamsteypu heims, sem síðar skiptist í News Corp og 21st Century Fox. Tímaritið Forbes telur hann meðal allra ríkustu manna í Bandaríkjunum og allra áhrifamestu manna heims.

Murdoch hefur alla tíð verið mjög umdeildur og gagnrýndur fyrir efnistök og áherslur fjölmiðla hans, sem oft hafa þótt ala á útlendingahatri. Hann baðst opinberlega afsökunar þegar greint var frá því að eitt dagblaða hans, News of the World, hafði hlerað símtöl við vinnslu frétta. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×