Karl bað Árna Pál afsökunar á ummælum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. júní 2015 16:23 Sagði að formaður Samfylkingarinnar hefði unnið með hag kröfuhafa að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt. Alþingi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt.
Alþingi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira