Viðskipti erlent

Lexus birtir myndband af svifbretti sem virkar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Svifbrettið
Svifbrettið mynd/lexus
Í fyrradag setti Lexus myndband á Youtube af farartæki sem okkur hefur öll dreymt um en aldrei trúað að yrði til, svifbrettið. Brettið kallast SLIDE.

Myndbandið er stutt og sýnir að vísu ekki hvort hægt sé að ferðast um á því. Myndbandið sýnir aðeins brettið svífa um skammt frá jörðu áður en hjólabrettamaður sést gefast upp á gamla brettinu og skipta um fararskjóta.

Á heimasíðu Lexus skrifar fyrirtækið að það hafi búið til raunverulegt svifbretti sem hægt er að ferðast um á. Enn sem komið er er ekki meira vitað um brettið eða hvenær eða hvort það kemur í verslanir.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Kynntu svifbretti sem virkar

„Við vonumst til þess að geta hafið framleiðslu fyrir 21. október 2015. Áður en Marty kemur,“ segir Greg Henderson, uppfinningamaður.

Tony Hawk prófaði svifbretti

Síðast þegar Tony Hawk þaut um internetið á svifbretti olli það miklu fjaðrafoki og hann þurfti að biðjast afsökunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×