Ólafur Þórðarson segir að menn í stjórnum knattspyrnuliða viti oft ekki mikið um fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2015 18:27 Ólafur Þórðarson, fyrrum þjálfari Víkingsliðsins. Vísir/Valli Ólafur Þórðarson var í gær rekinn úr starfi þjálfara Pepsi-deildarliðs Víkings í knattspyrnu eftir tæplega fjögurra ára starf en hann var annar af tveimur þjálfurum Víkingsliðsins. Ólafur viðurkennir að gengi liðsins hafi ekki verið sem skildi en er engu að síður ósáttur við tímasetningu brottrekstursins en hann ræddi við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Ólafur telur að vangaveltur fjölmiðla um hugsanlegar breytingar í Víkinni hafi haft sitt að segja hjá stjórnarmönnum Víkings. Ólafur var látinn fara en Milos Milojevic hélt sínu starfi. „Þetta er ekki það skemmtilegasta en er fylgifiskur þess að vera fótboltaþjálfari. Maður verður bara að taka því," sagði Ólafur en átti hann von á þessu. „Nei í sjálfu sér ekki en ég gerði mér alveg grein fyrir því að ef að gengið myndi ekki lagast þá myndi þessi umræða fara í gang," sagði Ólafur. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að umræðan í Pepsi-mörkunum hefur haft áhrif. Inn í stjórnum fótboltafélaga eru margir misvitrir menn sem hafa stundum ekki of mikið vit á þeirri þjálfun sem fram fer út á fótboltavelli. Þeir eru engu að síður stjórnarmenn í félögunum og bera ábyrgð á því sem félagið stendur fyrir" sagði Ólafur. Hvað hefur helst verið að hjá Víkingsliðinu í sumar? „Eftir að við misstum Pape úr sókninni þá misstum við mikinn brodd úr sóknarleiknum okkar. Við höfðum ekki mannskap til að leysa það betur en við höfum gert. Þetta er nokkuð einfalt mál. Það hefur hvorki gengið né rekið síðan þá og það var vendipunktur," sagði Ólafur en Pape Mamadou Faye hætti að spila með Víkingum eftir aðeins fjórar umferðir. „Það er ekki öll ástæðan. Við erum með mjög breyttan hóp frá því í fyrra og það tekur tíma að smyrja það saman. Liðið er á þessu fræga öðru ári í deildinni. Eftir frábæran árangur í fyrra þá hafa væntingarnar kannski risið fullmikið en auðvitað eiga allir að gefa kröfur um að það sé árangur. Við höfum því miður ekki náð að fylgja þeim árangri eftir þótt að við höfum ætlað okkur að gera betur en við höfum gert," sagði Ólafur. Milos Milojevic heldur áfram með Víkingsliðið og var ekki látinn fara eins og Ólafur. Ólafur er ánægður með samstarfið við hann. „Okkar samstarf gekk mjög vel. Auðvitað koma alltaf upp einhverjir agnúar en við ræddum bara málin og fundum þær lausnir sem við vorum sáttir við," sagði Ólafur. „Ég er mjög ósáttur við stjórn Víkings að við fengum ekki tvo til þrjá leiki eftir að við náðum að styrkja okkur. Stjórn Víkings vissi það jafnvel og ég að við vorum í vandræðum með leikmannabreiddina í sókninni eftir að við missum Pape út. Við lánuðum Viktor Jónsson í 1. deildina og það hefði maður aldrei gert ef maður átti von á því að missa Pape," sagði Ólafur. „Ég er ekki sáttur við þennan tímapunkt hjá þeim en segjum eftir tvo til þrjá leiki ef staðan væri sú saman þá hefði ég skilið þetta. Ég er búinn að vera lengi í fótboltanum og veit alveg hvaða hlutir fylgja honum. Það er sú hætta að þú verði rekinn ef gengið er ekki gott," sagði Ólafur. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Ólaf með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Skagamaðurinn lætur af störfum í Víkinni eftir þriggja og hálfs árs starf en Milos heldur áfram. 15. júlí 2015 16:23 „Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“ Forráðamenn Víkings ákváðu að reka Ólaf Þórðarson en halda Milos Milojevic. 16. júlí 2015 10:45 Þjálfarabreyting á miðju tímabili heppnaðist ekki síðast hjá Víkingum Víkingar ákváðu í dag að reka Ólaf Þórðarson úr stöðu annars þjálfara liðsins og láta Milos Milojevic stjórna liðinu einn út tímabilið. 15. júlí 2015 18:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Ólafur Þórðarson var í gær rekinn úr starfi þjálfara Pepsi-deildarliðs Víkings í knattspyrnu eftir tæplega fjögurra ára starf en hann var annar af tveimur þjálfurum Víkingsliðsins. Ólafur viðurkennir að gengi liðsins hafi ekki verið sem skildi en er engu að síður ósáttur við tímasetningu brottrekstursins en hann ræddi við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Ólafur telur að vangaveltur fjölmiðla um hugsanlegar breytingar í Víkinni hafi haft sitt að segja hjá stjórnarmönnum Víkings. Ólafur var látinn fara en Milos Milojevic hélt sínu starfi. „Þetta er ekki það skemmtilegasta en er fylgifiskur þess að vera fótboltaþjálfari. Maður verður bara að taka því," sagði Ólafur en átti hann von á þessu. „Nei í sjálfu sér ekki en ég gerði mér alveg grein fyrir því að ef að gengið myndi ekki lagast þá myndi þessi umræða fara í gang," sagði Ólafur. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að umræðan í Pepsi-mörkunum hefur haft áhrif. Inn í stjórnum fótboltafélaga eru margir misvitrir menn sem hafa stundum ekki of mikið vit á þeirri þjálfun sem fram fer út á fótboltavelli. Þeir eru engu að síður stjórnarmenn í félögunum og bera ábyrgð á því sem félagið stendur fyrir" sagði Ólafur. Hvað hefur helst verið að hjá Víkingsliðinu í sumar? „Eftir að við misstum Pape úr sókninni þá misstum við mikinn brodd úr sóknarleiknum okkar. Við höfðum ekki mannskap til að leysa það betur en við höfum gert. Þetta er nokkuð einfalt mál. Það hefur hvorki gengið né rekið síðan þá og það var vendipunktur," sagði Ólafur en Pape Mamadou Faye hætti að spila með Víkingum eftir aðeins fjórar umferðir. „Það er ekki öll ástæðan. Við erum með mjög breyttan hóp frá því í fyrra og það tekur tíma að smyrja það saman. Liðið er á þessu fræga öðru ári í deildinni. Eftir frábæran árangur í fyrra þá hafa væntingarnar kannski risið fullmikið en auðvitað eiga allir að gefa kröfur um að það sé árangur. Við höfum því miður ekki náð að fylgja þeim árangri eftir þótt að við höfum ætlað okkur að gera betur en við höfum gert," sagði Ólafur. Milos Milojevic heldur áfram með Víkingsliðið og var ekki látinn fara eins og Ólafur. Ólafur er ánægður með samstarfið við hann. „Okkar samstarf gekk mjög vel. Auðvitað koma alltaf upp einhverjir agnúar en við ræddum bara málin og fundum þær lausnir sem við vorum sáttir við," sagði Ólafur. „Ég er mjög ósáttur við stjórn Víkings að við fengum ekki tvo til þrjá leiki eftir að við náðum að styrkja okkur. Stjórn Víkings vissi það jafnvel og ég að við vorum í vandræðum með leikmannabreiddina í sókninni eftir að við missum Pape út. Við lánuðum Viktor Jónsson í 1. deildina og það hefði maður aldrei gert ef maður átti von á því að missa Pape," sagði Ólafur. „Ég er ekki sáttur við þennan tímapunkt hjá þeim en segjum eftir tvo til þrjá leiki ef staðan væri sú saman þá hefði ég skilið þetta. Ég er búinn að vera lengi í fótboltanum og veit alveg hvaða hlutir fylgja honum. Það er sú hætta að þú verði rekinn ef gengið er ekki gott," sagði Ólafur. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Ólaf með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Skagamaðurinn lætur af störfum í Víkinni eftir þriggja og hálfs árs starf en Milos heldur áfram. 15. júlí 2015 16:23 „Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“ Forráðamenn Víkings ákváðu að reka Ólaf Þórðarson en halda Milos Milojevic. 16. júlí 2015 10:45 Þjálfarabreyting á miðju tímabili heppnaðist ekki síðast hjá Víkingum Víkingar ákváðu í dag að reka Ólaf Þórðarson úr stöðu annars þjálfara liðsins og láta Milos Milojevic stjórna liðinu einn út tímabilið. 15. júlí 2015 18:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Skagamaðurinn lætur af störfum í Víkinni eftir þriggja og hálfs árs starf en Milos heldur áfram. 15. júlí 2015 16:23
„Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“ Forráðamenn Víkings ákváðu að reka Ólaf Þórðarson en halda Milos Milojevic. 16. júlí 2015 10:45
Þjálfarabreyting á miðju tímabili heppnaðist ekki síðast hjá Víkingum Víkingar ákváðu í dag að reka Ólaf Þórðarson úr stöðu annars þjálfara liðsins og láta Milos Milojevic stjórna liðinu einn út tímabilið. 15. júlí 2015 18:30