Fjölnir fær liðsstyrk: Spænskur miðvörður og Chopart | Pape æft með liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2015 22:49 Ágúst Þór Gylfason fær liðsstyrk. vísir/valli "Það er týpíkst fyrir okkur að halda skipulagi og spila vel en fá mark beint í andlitið," sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir tapleikinn gegn Breiðabliki í elleftu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. "Planið var að halda hreinu í dag en að fá svona mark á sig var erfitt. Við komum samt vel út í seinni hálfleikinn og vorum að skapa okkur fín færi." "Síðan fáum við klaufalegt mark á okkur þegar svona 20 mínútur voru eftir og þá var þetta erfitt fyrir okkur. En við héldum áfram og sköpum okkur fullt af færum. Ég er ósáttur að hafa ekki fengið mark í þetta," sagði Ágúst. Þjálfarinn var ekkert hrifinn af fullyrðingu blaðamanns um að meiri brodd hefði vantaði í teiginn hjá Fjölnismönnum sem reyndu mest skot af 15 metra færi. "Mér fannst við eiga þrjú til fjögur mjög góð færi. Markvörðurinn þeirra var nú kjörinn maður leiksins. Hann varði oft frábærlega," sagði Ágúst. Fjölnir er búinn að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og fjórum í öllum keppnum. Liðið hefur orðið fyrir skakkaföllum og er nú að bæta í hópinn fyrir seinni hluta Íslandsmótsins. "Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Nú koma nýir menn inn sem gefa okkur kraft til að vinna fótboltaleiki," sagði Ágúst. "Tveir menn eru tilbúnir sem koma inn í þetta og styrkja okkur. Þeir bætast við annars góðan hóp. Mótið er hálfnað og við erum með 17 stig sem enginn tekur af okkur. Nú er bara að halda áfram." "Það er hörku hafsent búinn að æfa með okkur og svo kemur Kennie Chopart á miðvikudaginn. Illugi Þór Gunnarsson er að spila sinn fyrsta leik í kvöld þannig við erum að styrkja okkur," sagði Ágúst Þór sem staðfesti einnig að Pape Mamadou Faye, sem hætti hjá Víkingi í maí, hefur æft með liðinu. Miðvörðurinn sem um ræðir heitir Jonatan Neftalí, en hann spilaði síðast með Vejle í Danmörkur. Hann er frá Alicante á Spáni og spilaði með liðinu áður en hann fór til Alcalá og Santa Euália. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
"Það er týpíkst fyrir okkur að halda skipulagi og spila vel en fá mark beint í andlitið," sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir tapleikinn gegn Breiðabliki í elleftu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. "Planið var að halda hreinu í dag en að fá svona mark á sig var erfitt. Við komum samt vel út í seinni hálfleikinn og vorum að skapa okkur fín færi." "Síðan fáum við klaufalegt mark á okkur þegar svona 20 mínútur voru eftir og þá var þetta erfitt fyrir okkur. En við héldum áfram og sköpum okkur fullt af færum. Ég er ósáttur að hafa ekki fengið mark í þetta," sagði Ágúst. Þjálfarinn var ekkert hrifinn af fullyrðingu blaðamanns um að meiri brodd hefði vantaði í teiginn hjá Fjölnismönnum sem reyndu mest skot af 15 metra færi. "Mér fannst við eiga þrjú til fjögur mjög góð færi. Markvörðurinn þeirra var nú kjörinn maður leiksins. Hann varði oft frábærlega," sagði Ágúst. Fjölnir er búinn að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og fjórum í öllum keppnum. Liðið hefur orðið fyrir skakkaföllum og er nú að bæta í hópinn fyrir seinni hluta Íslandsmótsins. "Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Nú koma nýir menn inn sem gefa okkur kraft til að vinna fótboltaleiki," sagði Ágúst. "Tveir menn eru tilbúnir sem koma inn í þetta og styrkja okkur. Þeir bætast við annars góðan hóp. Mótið er hálfnað og við erum með 17 stig sem enginn tekur af okkur. Nú er bara að halda áfram." "Það er hörku hafsent búinn að æfa með okkur og svo kemur Kennie Chopart á miðvikudaginn. Illugi Þór Gunnarsson er að spila sinn fyrsta leik í kvöld þannig við erum að styrkja okkur," sagði Ágúst Þór sem staðfesti einnig að Pape Mamadou Faye, sem hætti hjá Víkingi í maí, hefur æft með liðinu. Miðvörðurinn sem um ræðir heitir Jonatan Neftalí, en hann spilaði síðast með Vejle í Danmörkur. Hann er frá Alicante á Spáni og spilaði með liðinu áður en hann fór til Alcalá og Santa Euália.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram