Haukar unnu 2-0 sigur á HK á Ásvöllum í 11. umferð 1. deildar í kvöld.
Þetta var fjórði sigur Hauka í fimm heimaleikjum í sumar en þeir aðeins unnið einn leik á útivelli.
Zltako Krickic og Aron Jóhannsson skoruðu mörk Hauka með sjö mínútna millibili í seinni hálfleik.
Þetta var annað tap HK í röð en liðið hefur ollið miklum vonbrigðum í sumar. HK hefur tapað sjö af síðustu níu leikjum sínum og er aðeins fjórum stigum frá fallsæti.
Haukar eru hins vegar í 6. sæti með 16 stig.
Í hinum leik kvöldsins í 1. deildinni vann Selfoss óvæntan sigur á toppliði Þróttar.
