Vallarstjóri Kópavogsvallar prófar nýja hluti fyrir sjónvarpsleik kvöldsins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2015 15:06 Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram