Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 09:57 Unnur Brá Konráðsdóttir. Vísir/Vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Óhætt er að segja að skilaboðin sem berist úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar aðgerða Rússa séu ólík. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í hópi þeirra þjóða sem beiti þvingunum. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu,” sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Umræða þurfi að fara fram hvað íslenska ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið. Óljóst sé hvert tjónið verði sem byggðir landsins og sjávarútvegurinn verði fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ólíklegt væri að stuðningur Íslands við þvinganirnar yrði afturkallaður. Að sögn hans ríkir einhuga stuðningur í ríkisstjórninni um viðskiptaþvinganir. Unnur Brá segir mikilvægt að ekki gleymist að það séu Rússar sem beiti Íslendinga þvingunum, ekki öfugt. „Gleymum því ekki að aðgerðir Vesturlanda beinast gegn fámennri elítu en aðgerðir Rússa skaða almenning,“ segir Unnur Brá. „Rússnesk stjórnvöld hafa það í sinni eigin hendi hvort eðlileg viðskipti geti haldið áfram. Þeir geta einfaldlega lyft viðskiptabanninu og látið af hermangi í Úkraínu.“Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Ísland...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on Monday, August 17, 2015 Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Óhætt er að segja að skilaboðin sem berist úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar aðgerða Rússa séu ólík. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í hópi þeirra þjóða sem beiti þvingunum. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu,” sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Umræða þurfi að fara fram hvað íslenska ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið. Óljóst sé hvert tjónið verði sem byggðir landsins og sjávarútvegurinn verði fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ólíklegt væri að stuðningur Íslands við þvinganirnar yrði afturkallaður. Að sögn hans ríkir einhuga stuðningur í ríkisstjórninni um viðskiptaþvinganir. Unnur Brá segir mikilvægt að ekki gleymist að það séu Rússar sem beiti Íslendinga þvingunum, ekki öfugt. „Gleymum því ekki að aðgerðir Vesturlanda beinast gegn fámennri elítu en aðgerðir Rússa skaða almenning,“ segir Unnur Brá. „Rússnesk stjórnvöld hafa það í sinni eigin hendi hvort eðlileg viðskipti geti haldið áfram. Þeir geta einfaldlega lyft viðskiptabanninu og látið af hermangi í Úkraínu.“Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Ísland...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on Monday, August 17, 2015
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53
Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22