Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðfalla í verði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2015 16:37 Vörurnar frá Bang & Olufsen þykja mjög stílhreinar. Vísir/Getty Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðféllu í verði í dag í dönsku kauphöllinni eftir að þetta rótgróna danska fyrirtæki tilkynnti um að afkoma fyrirtækisins yrði lakari en búist var við. Hlutabréfin féllu um tæp 14% í dag. Bloomberg greinir frá.Félagið tilkynnti í dag tap upp á 410 milljón danskar krónur í síðasta ársfjórðungi. Félagið tapaði gríðarlega á því að framleiða og þróa hljómtæki fyrir bíla en sú deild var seld til Harman fyrr á árinu. Þeirri sölu fylgdi kostnaður, 357 milljónum danskar krónur, sem Bang & Olufsen hafði skuldbundið sig til að taka á sig. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að þetta hafi verið einskiptiskostnaðar og að stjórnendur þess séu bjartsýnir á framhaldið.Lykilviðskiptavinir bókstaflega að deyjaMortem Imsgard, greinandi hjá Sydbank, telur þó að hluthafar í Bang & Olufsen ættu að hafa áhyggjur. „Vandamál Bang & Olufsen er það að lykilviðskiptavinir félagsins eru bókstaflega að deyja. Hluthafar ættu að fyllast áhyggjum eftir þennan ársfjórðung.“ Bang & Olufsen framleiðir hágæða raftæki á borð við sjónvörp og hljómtæki en hefur átt í erfiðleikum með að fylgja þróuninni á markaðinum. Verð á flatskjám hefur lækkað að undanförnu auk þess sem æ fleiri hlusta á tónlist á ferðinni, frekar en að njóta hennar í stofunni heima. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslur á vörur fyrir yngri neytendur, m.a. vörur sem styðja streymi á tónlist. Ekki er gert ráð fyrir að félagið greiði hluthöfum sínum arð en félagið greiddi síðast út arð árið 2008. Um sl. helgi opnaði ný Bang & Olufsen verslun hér á landi í fyrsta sinn frá árinu 2011. Tengdar fréttir Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðféllu í verði í dag í dönsku kauphöllinni eftir að þetta rótgróna danska fyrirtæki tilkynnti um að afkoma fyrirtækisins yrði lakari en búist var við. Hlutabréfin féllu um tæp 14% í dag. Bloomberg greinir frá.Félagið tilkynnti í dag tap upp á 410 milljón danskar krónur í síðasta ársfjórðungi. Félagið tapaði gríðarlega á því að framleiða og þróa hljómtæki fyrir bíla en sú deild var seld til Harman fyrr á árinu. Þeirri sölu fylgdi kostnaður, 357 milljónum danskar krónur, sem Bang & Olufsen hafði skuldbundið sig til að taka á sig. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að þetta hafi verið einskiptiskostnaðar og að stjórnendur þess séu bjartsýnir á framhaldið.Lykilviðskiptavinir bókstaflega að deyjaMortem Imsgard, greinandi hjá Sydbank, telur þó að hluthafar í Bang & Olufsen ættu að hafa áhyggjur. „Vandamál Bang & Olufsen er það að lykilviðskiptavinir félagsins eru bókstaflega að deyja. Hluthafar ættu að fyllast áhyggjum eftir þennan ársfjórðung.“ Bang & Olufsen framleiðir hágæða raftæki á borð við sjónvörp og hljómtæki en hefur átt í erfiðleikum með að fylgja þróuninni á markaðinum. Verð á flatskjám hefur lækkað að undanförnu auk þess sem æ fleiri hlusta á tónlist á ferðinni, frekar en að njóta hennar í stofunni heima. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslur á vörur fyrir yngri neytendur, m.a. vörur sem styðja streymi á tónlist. Ekki er gert ráð fyrir að félagið greiði hluthöfum sínum arð en félagið greiddi síðast út arð árið 2008. Um sl. helgi opnaði ný Bang & Olufsen verslun hér á landi í fyrsta sinn frá árinu 2011.
Tengdar fréttir Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15
Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30