Viðskipti erlent

Júaninn heldur áfram að lækka

SUNNA karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Seðlabanki Kína heldur áfram að lækka gengi kínverska júansins en gengið var fellt um 1,1 prósent í dag. Það er þriðji dagurinn í röð sem gengið er fellt, í gær um 1,6 prósent og 1,9 prósent í fyrradag. Lækkunin hefur valdið miklum óstöðugleika á fjármálamörkuðum víða um heim, en ráðamenn hafa fullyrt að þetta sé ekki upphafið af varanlegu gengisfalli.

Bankinn tók ákvörðun um að fella gengið eftir að birtar voru efnahagstölur sem gáfu vísbendingar um að kínverska hagkerfið væri að gefa eftir, en útflutningur í júlí dróst mikið saman, sem og verð á framleiðsluvörum. Viðskiptamálaráðuneyti Kína segir að lækkun gengisins komi til með að hjálpa útflutningsfyrirtækjum sem hafi átt í vandræðum að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×