Hvað segir fæðingarvottorðið þitt? Ísak Gabríel Regal skrifar 10. ágúst 2015 18:39 Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun