Sjávarútvegur og þöggunin Bolli Héðinsson skrifar 9. september 2015 10:00 Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er.“ Þessi tilvitnun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, höfð eftir einum helsta ráðamanni landsins í garð manns sem dirfðist að vera honum ósammála, eru þau ummæli sem hvað best lýsa ástandi opinberrar umræðu á Íslandi á árunum frá því fyrir aldamót og fram að hruni. (7. bindi, bls. 31) Viðleitnin til að þagga niður í fólki tók jafnt til þeirra sem vildu tjá sig um stjórnmál eða þeirra sem tjáðu sig um fjármál og viðskipti. Hver sem þorði að andmæla ráðandi öflum átti útskúfun á hættu. Þöggun viðgengst enn. Eðli þöggunar er að þeir sem vilja tjá sig um menn og málefni eru ekki reiðubúnir að koma fram og segja það sem þeim býr í hug af ótta við aðgerðir gegn þeim. Hvergi er þetta augljósara nú en í málefnum sjávarútvegsins. Sá sem verður fyrir þöggun treystir sér ekki til að greina frá þögguninni opinberlega. Hún getur birst sem beinar hótanir eða sjálfsritskoðun á því sem menn setja fram á opinberum vettvangi. Einfaldast er sjá fyrir sér sjómenn í eftirsóttu skiprúmi eða þingmenn Norðaustur kjördæmis sem augljós fórnarlömb sjávarútvegsþöggunarinnar þó fórnarlömbin séu miklu fjölbreyttari hópur.Útboðsleið stuðlar að nýliðun Ánægjulegt er að Píratar skuli komnir í hóp þeirra stjórnmálahreyfinga sem hafa mótað sér stefnu um að aflaheimildir skuli boðnar út svo tryggt sé að þjóðin, eigandi fiskimiðanna, fái fullt afgjald fyrir afnot af þessari eign sinni. Gamalkunnur áróður er þegar farinn í gang um að þetta komi minni útgerðum verr og eru þær fullyrðingar iðulega settar fram án rökstuðnings. Gera má ráð fyrir, ef rétt er að útboðum staðið, að miklu líklegra sé að útboðin stuðli að aukinni fjölbreytni og nýliðun í sjávarútvegi. Þannig gætu t.d. Djúpivogur og Tálknafjörður sem nú eiga í erfiðleikum með að verða sér úti um kvóta séð fram á betri tíð verði útboðsleiðin farin. Mestu máli hlýtur að skipta að gætt sé heildarhagsmuna þjóðarinnar allrar en ekki ímyndaðra sérhagsmuna einstaka jaðarhópa. Baráttan fyrir réttlátri skiptingu á arðinum af fiskveiðiauðlindinni er rétt að hefjast og á eftir að harðna. Mestu skiptir að þeir sem vilja berjast fyrir réttlátri skiptingu sameinist um hagsmuni þjóðarheildarinnar og láti ekki núverandi kvótahafa afvegaleiða umræðuna. Allir sem vilja að þjóðin fái að njóta afraksturs eignar sinnar verða að gæta sín á að efna ekki til Þórðargleði andstæðinganna. Til þess hafa kvótahafarnir ógrynni fjár og munu einskis svífast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er.“ Þessi tilvitnun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, höfð eftir einum helsta ráðamanni landsins í garð manns sem dirfðist að vera honum ósammála, eru þau ummæli sem hvað best lýsa ástandi opinberrar umræðu á Íslandi á árunum frá því fyrir aldamót og fram að hruni. (7. bindi, bls. 31) Viðleitnin til að þagga niður í fólki tók jafnt til þeirra sem vildu tjá sig um stjórnmál eða þeirra sem tjáðu sig um fjármál og viðskipti. Hver sem þorði að andmæla ráðandi öflum átti útskúfun á hættu. Þöggun viðgengst enn. Eðli þöggunar er að þeir sem vilja tjá sig um menn og málefni eru ekki reiðubúnir að koma fram og segja það sem þeim býr í hug af ótta við aðgerðir gegn þeim. Hvergi er þetta augljósara nú en í málefnum sjávarútvegsins. Sá sem verður fyrir þöggun treystir sér ekki til að greina frá þögguninni opinberlega. Hún getur birst sem beinar hótanir eða sjálfsritskoðun á því sem menn setja fram á opinberum vettvangi. Einfaldast er sjá fyrir sér sjómenn í eftirsóttu skiprúmi eða þingmenn Norðaustur kjördæmis sem augljós fórnarlömb sjávarútvegsþöggunarinnar þó fórnarlömbin séu miklu fjölbreyttari hópur.Útboðsleið stuðlar að nýliðun Ánægjulegt er að Píratar skuli komnir í hóp þeirra stjórnmálahreyfinga sem hafa mótað sér stefnu um að aflaheimildir skuli boðnar út svo tryggt sé að þjóðin, eigandi fiskimiðanna, fái fullt afgjald fyrir afnot af þessari eign sinni. Gamalkunnur áróður er þegar farinn í gang um að þetta komi minni útgerðum verr og eru þær fullyrðingar iðulega settar fram án rökstuðnings. Gera má ráð fyrir, ef rétt er að útboðum staðið, að miklu líklegra sé að útboðin stuðli að aukinni fjölbreytni og nýliðun í sjávarútvegi. Þannig gætu t.d. Djúpivogur og Tálknafjörður sem nú eiga í erfiðleikum með að verða sér úti um kvóta séð fram á betri tíð verði útboðsleiðin farin. Mestu máli hlýtur að skipta að gætt sé heildarhagsmuna þjóðarinnar allrar en ekki ímyndaðra sérhagsmuna einstaka jaðarhópa. Baráttan fyrir réttlátri skiptingu á arðinum af fiskveiðiauðlindinni er rétt að hefjast og á eftir að harðna. Mestu skiptir að þeir sem vilja berjast fyrir réttlátri skiptingu sameinist um hagsmuni þjóðarheildarinnar og láti ekki núverandi kvótahafa afvegaleiða umræðuna. Allir sem vilja að þjóðin fái að njóta afraksturs eignar sinnar verða að gæta sín á að efna ekki til Þórðargleði andstæðinganna. Til þess hafa kvótahafarnir ógrynni fjár og munu einskis svífast.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun