Viðskipti erlent

Zara malar gull

Sæunn Gísladóttir skrifar
Zara verslanir hafa haslað sér völl víða um heiminn, meðal annars í mið-Austurlöndum.
Zara verslanir hafa haslað sér völl víða um heiminn, meðal annars í mið-Austurlöndum. Vísir/Getty
Inditex, spænska tískukeðjan sem á meðal annars Zara og Massimo Dutti, er að mala gull þessa dagana. Samkvæmt hálfsárs uppgjöri fyrirtækisins varð 17% aukning í sölu hjá fyrirtækinu og nam salan 9,42 milljarði evra. Hagnaður jókst einnig um 26% og nam 1,16 milljarði evra á tímabilinu. Inditex opnaði 94 búðir og rekur nú 6.777 búðir í 88 löndum. 

Inditex er nú metið á yfir 100 milljarða dollara. Zara verslanir eiga heiðurinn af þessari miklu velgengni. 24 nýjar Zara búðir og 25 Zara Home búðir voru opnaðar á tímabilinu. Zara er að hasla sér völl í Asíu og hefur opnað netverslanir í Hong Kong, Macau og Taívan. Sala í búðunum jókst um 16% á fyrri árshelmingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×