Viðskipti erlent

Telja 28% líkur á að vextir verði hækkaðir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Seðlabanki Bandaríkjanna ákveður á september fundi sínum næsta miðvikudag og fimmtudag hvort hann muni hækka stýrivexti.

Samkvæmt greiningu IFS spá g
reiningaraðilar ytra því að 28% líkur séu á því að vextirnir verði hækkaðir. Hinsvegar spáðu sömu markaðsaðilar því í byrjun ágúst að líkunar væru rúm 55% en þar sem kínverska yuan-ið var fellt í millitíðinni hafa líkur á vaxtahækkunum í Vesturheimi lækkað.

Verðbólga er ennþá lág í Bandaríkjunum og hafa forsvarsmenn seðlabankans áhyggjur af sveiflukenndum alþjóðamörkuðum. Um þessar mundir eru stýrivextir nálægt 0%, ef þeir verða hækkaðir er talið að um lítilsverða hækkun sé að ræða, upp í 0,125-0,25%.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×