Formaður Samfylkingarinnar vill vita hvað kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. september 2015 19:31 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld skýri út fyrir Alþingi hvaða hagsmunir kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði. Hann segir sérkennilegt að Bandaríkjamenn fullyrði að Íslendingar biðji um aukna hernaðaraðstoð en Íslendingar segi að frumkvæðið komi frá Bandaríkjamönnum. Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom hingað til lands í vikunni en haft er eftir honum á vefsíðunni Defensenews að Íslendingar hafi áhyggjur vegna vaxandi umsvifa Rússa og hafi áhuga á aukinni varnarsamvinnu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í gær að ekki væri verið að biðja bandaríska herinn að snúa aftur. Málið snerist um um aukið loftrýmiseftirlit en gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu. Þar eru útgjöld til varnarmála aukin um 200 milljónir.Vilja nýta aðstöðuna í Keflavík Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að það sé aukinn áhugi af beggja hálfu að nýta betur aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Eins og við höfum orðið vör við á norður-Atlantshafi og víðar í Evrópu er öryggisástandið að breytast. Það er ljóst að af hálfu Rússa hefur verið aukin uppbygging herafla og herstöðva á norðurslóðum og um alla norðanverða Evrópu verða menn í auknum mæli varir við ferðir rússneskra flugvéla og kafbáta og það gerir það að verkum að við þurfum að skoða okkar stöðu í því samhengi,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason segir hinsvegar að ekkert sé á borðinu um hvaða hættumat liggi þarna að baki. Það eigi að fara að leggja þjóðaröryggistefnu Íslands fyrir þingið og það sé skrítið að heyra um einhverjar óskir til Bandaríkjanna um aukinn viðbúnað á sama tíma án þess að neinn í stjórnarandstöðunni hafi heyrt minnst á það fyrr. Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld skýri út fyrir Alþingi hvaða hagsmunir kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði. Hann segir sérkennilegt að Bandaríkjamenn fullyrði að Íslendingar biðji um aukna hernaðaraðstoð en Íslendingar segi að frumkvæðið komi frá Bandaríkjamönnum. Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom hingað til lands í vikunni en haft er eftir honum á vefsíðunni Defensenews að Íslendingar hafi áhyggjur vegna vaxandi umsvifa Rússa og hafi áhuga á aukinni varnarsamvinnu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í gær að ekki væri verið að biðja bandaríska herinn að snúa aftur. Málið snerist um um aukið loftrýmiseftirlit en gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu. Þar eru útgjöld til varnarmála aukin um 200 milljónir.Vilja nýta aðstöðuna í Keflavík Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að það sé aukinn áhugi af beggja hálfu að nýta betur aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Eins og við höfum orðið vör við á norður-Atlantshafi og víðar í Evrópu er öryggisástandið að breytast. Það er ljóst að af hálfu Rússa hefur verið aukin uppbygging herafla og herstöðva á norðurslóðum og um alla norðanverða Evrópu verða menn í auknum mæli varir við ferðir rússneskra flugvéla og kafbáta og það gerir það að verkum að við þurfum að skoða okkar stöðu í því samhengi,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason segir hinsvegar að ekkert sé á borðinu um hvaða hættumat liggi þarna að baki. Það eigi að fara að leggja þjóðaröryggistefnu Íslands fyrir þingið og það sé skrítið að heyra um einhverjar óskir til Bandaríkjanna um aukinn viðbúnað á sama tíma án þess að neinn í stjórnarandstöðunni hafi heyrt minnst á það fyrr.
Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira