Vilhjálmur Bjarnason átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 15:40 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það. Alþingi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það.
Alþingi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira