Hvetur sveitarfélög til að rannsaka heimagistingar Sveinn Arnarson skrifar 30. september 2015 12:00 Eftir miklu getur verið að slægjast hjá sveitarfélögum að skrá rétt fasteignamat. Vísir/GVA Skipulögð rannsókn Hvalfjarðarsveitar á vefsíðum sem bjóða upp á gistingu í heima- eða sumarhúsum skilaði auknum skatttekjum fyrir sveitarfélagið. Fundust 19 sumarhús í sveitarfélaginu sem voru leigð út til gistingar og því hækkaði sveitarfélagið fasteignagjöld á þá bústaði. „Við sáum þetta sem eina ráðið. Við byrjuðum á að skoða þetta skipulega undir lok síðasta árs og lögðum aukin fasteignagjöld á 19 eignir í sveitarfélaginu,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.„Þessi gisting er í beinni samkeppni við hótel í ferðaþjónustu og því er það réttlætismál að allir sitji við sama borð þegar kemur að fasteignagjöldum. Sumarhús greiða 0,44 prósent af fasteignamati í gjöld en hótel greiða 1,65 prósent.“ Mikil umfjöllun hefur verið undanfarið um heimagistingar í ferðaþjónustu. Fjöldi einstaklinga leigir híbýli sín til ferðamanna. Hundruð eigna eru á skrá í höfuðborginni einni hjá síðum eins og Airbnb. „Sú umræða hefur verið í gangi hringinn í kringum landið að tekjur af ferðaþjónustu skili sér illa til sveitarfélaga. Ríkið hefur yfirumsjón með öllum veltusköttum og sveitarfélög eru óhress með að taka á sig allan kostnað við komu ferðamanna en fá litlar tekjur í staðinn,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga„Skráning húsnæðis verður að vera rétt og þetta gerist þegar skil eru óljós. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað er íbúðarhúsnæði og hvað er atvinnuhúsnæði. En eins og í þessu þá þarf nærsamfélagið að skoða þessa hluti og vera á varðbergi.“ Skúli segir líklegt að Hvalfjarðarsveit muni halda áfram eftirliti með heimagistingu sem þessari. Í sveitarfélaginu sé gríðarlegur fjöldi sumarbústaða einstaklinga sem margir gætu hugsað sér að leigja út til skemmri eða lengri tíma fyrir erlenda ferðamenn. „Ef við myndum fylgja þessu eftir allt árið 2016 þá myndu tekjur Hvalfjarðarsveitar aukast um á þriðju milljón króna árlega. Ég hvatti kollega mína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga til að skoða þetta frekar því þarna eru miklir hagsmunir í húfi, ekki bara fyrir okkur heldur er þetta líka réttlætismál,“ segir Skúli. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skipulögð rannsókn Hvalfjarðarsveitar á vefsíðum sem bjóða upp á gistingu í heima- eða sumarhúsum skilaði auknum skatttekjum fyrir sveitarfélagið. Fundust 19 sumarhús í sveitarfélaginu sem voru leigð út til gistingar og því hækkaði sveitarfélagið fasteignagjöld á þá bústaði. „Við sáum þetta sem eina ráðið. Við byrjuðum á að skoða þetta skipulega undir lok síðasta árs og lögðum aukin fasteignagjöld á 19 eignir í sveitarfélaginu,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.„Þessi gisting er í beinni samkeppni við hótel í ferðaþjónustu og því er það réttlætismál að allir sitji við sama borð þegar kemur að fasteignagjöldum. Sumarhús greiða 0,44 prósent af fasteignamati í gjöld en hótel greiða 1,65 prósent.“ Mikil umfjöllun hefur verið undanfarið um heimagistingar í ferðaþjónustu. Fjöldi einstaklinga leigir híbýli sín til ferðamanna. Hundruð eigna eru á skrá í höfuðborginni einni hjá síðum eins og Airbnb. „Sú umræða hefur verið í gangi hringinn í kringum landið að tekjur af ferðaþjónustu skili sér illa til sveitarfélaga. Ríkið hefur yfirumsjón með öllum veltusköttum og sveitarfélög eru óhress með að taka á sig allan kostnað við komu ferðamanna en fá litlar tekjur í staðinn,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga„Skráning húsnæðis verður að vera rétt og þetta gerist þegar skil eru óljós. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað er íbúðarhúsnæði og hvað er atvinnuhúsnæði. En eins og í þessu þá þarf nærsamfélagið að skoða þessa hluti og vera á varðbergi.“ Skúli segir líklegt að Hvalfjarðarsveit muni halda áfram eftirliti með heimagistingu sem þessari. Í sveitarfélaginu sé gríðarlegur fjöldi sumarbústaða einstaklinga sem margir gætu hugsað sér að leigja út til skemmri eða lengri tíma fyrir erlenda ferðamenn. „Ef við myndum fylgja þessu eftir allt árið 2016 þá myndu tekjur Hvalfjarðarsveitar aukast um á þriðju milljón króna árlega. Ég hvatti kollega mína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga til að skoða þetta frekar því þarna eru miklir hagsmunir í húfi, ekki bara fyrir okkur heldur er þetta líka réttlætismál,“ segir Skúli.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira