Hlutfall sárafátækra í fyrsta sinn innan við tíu prósent Bjarki Ármannsson skrifar 5. október 2015 23:30 Fátæk börn á götum Manila, höfuðborgar Filippseyja. Vísir/AFP Hlutfall heimsbyggðarinnar sem býr við sárafátækt mun á árinu fara niður fyrir tíu prósent í fyrsta sinn í sögunni. Þetta segir Alþjóðabankinn, stofnun sem stuðlar að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. „Þetta er besta fréttin í heiminum akkúrat núna,“ hefur fréttastofa CNN eftir Jim Yong Kim, forseta Alþjóðabankans. „Spár okkar sýna að við erum fyrsta kynslóðin frá upphafi sem getur bundið enda á sárafátækt í heiminum.“ Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans búa þeir við sárafátækt sem lifa á innan við 240 íslenskum krónum á dag. Bankinn spáir því að árið 2015 muni hlutfall þeirra sem búa við sárafátækt hafa fallið niður í um 9,6 prósent heimsbyggðarinnar, sem gerir um 702 milljónir manna. Til samanburðar má nefna að árið 2012 bjuggu 902 milljónir manna við sárafátækt, um 12,8 prósent heimsbyggðarinnar á þeim tíma. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar segir að fjárfesting í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu þróunarlanda sé að skila sér í lægra hlutfalli fátækra. Þó mikið verk sé enn óunnið, þá sérstaklega í suðurhluta Afríku þar sem um helmingur fátækra býr, sé heimurinn að færast nær því háleita markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hlutfall heimsbyggðarinnar sem býr við sárafátækt mun á árinu fara niður fyrir tíu prósent í fyrsta sinn í sögunni. Þetta segir Alþjóðabankinn, stofnun sem stuðlar að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. „Þetta er besta fréttin í heiminum akkúrat núna,“ hefur fréttastofa CNN eftir Jim Yong Kim, forseta Alþjóðabankans. „Spár okkar sýna að við erum fyrsta kynslóðin frá upphafi sem getur bundið enda á sárafátækt í heiminum.“ Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans búa þeir við sárafátækt sem lifa á innan við 240 íslenskum krónum á dag. Bankinn spáir því að árið 2015 muni hlutfall þeirra sem búa við sárafátækt hafa fallið niður í um 9,6 prósent heimsbyggðarinnar, sem gerir um 702 milljónir manna. Til samanburðar má nefna að árið 2012 bjuggu 902 milljónir manna við sárafátækt, um 12,8 prósent heimsbyggðarinnar á þeim tíma. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar segir að fjárfesting í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu þróunarlanda sé að skila sér í lægra hlutfalli fátækra. Þó mikið verk sé enn óunnið, þá sérstaklega í suðurhluta Afríku þar sem um helmingur fátækra býr, sé heimurinn að færast nær því háleita markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira