Viðskipti erlent

Vill að gjaldmiðill Ástralíu verði nefndur eftir atriði úr Simpsons

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
"900 dollarydoos!?“
"900 dollarydoos!?“ mynd/simpsons
Hvernig færðu hjól hagkerfisins til að snúast hraðar? Ástralinn Thomas Probst heldur að hann hafi fundið lausnina. Hagvöxtur í landinu hefur verið með minnsta móti að undanförnu en Probst telur að vandamálið liggi í hallærislegu nafni gjaldmiðilsins.

Líkt og svo fjölmargar aðrar þjóðir notast Ástralir við dollar. Að mati Probst er nafnið of venjulegt og ómerkilegt. Því er nauðsynlegt að breyta því í „dollarydoos“ og hefur hann hafið undirskriftasöfnun til þess.

„Efnahagskerfi Ástralíu er á slæmum stað sökum stöðunnar á heimsmarkaði,“ segir í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni en nú hafa 37.015 manns skrifað undir. „Ef gjaldmiðillinn héti dollarydoos væri það einfaldlega svo svalt að allir myndu vilja koma höndum sínum yfir hann.“

Nafnið er samsett úr orðunum dollar, kangaroo og diggeridoo og heyrðist fyrst í eftirminnilegum Simpsons þætti árið 1995. Þá hafði Bart hringt langlínusímtal til Ástralíu til að komast að því í hvora áttina vatnið rynni þegar sturtað væri niður. Kostaði símtalið Ástralann sem svaraði heila 900 dollarydoos.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×