Vill meira en milljón dollara í bætur frá Nike vegna fótbrots á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 15:11 Úr myndbandi fyrir #RunViking. Bandarísk kona hefur höfðað mál á hendur íþróttavörurisanum Nike vegna þess að hún fótbrotnaði í utanvegahlaupi á Íslandi í nóvember 2013. Konan, Kate Martini Freeman, fer fram á 1,3 milljónir dollara í bætur en hún var á meðal sigurvegara í keppni sem Nike stóð fyrir á Twitter og í gegnum appið Nike+. Verðlaunin voru að taka þátt í hlaupinu á Íslandi en Nike hélt þrjú hlaup hér á landi í nóvember 2013 í tengslum við markaðsátakið #RunViking. Vinningshafarnir máttu aðeins nota búnað, fatnað og skó frá Nike en Freeman vill meina að hlaupið hafi verið illa skipulagt, aðstæður hættulegar og búnaðurinn sem boðið var upp á frá Nike ekki nægilega öruggur. Greint er frá málinu á vefnum Oregon Live sem hefur eftir lögmanni Freeman að hlaupið hefði verið mun öruggara ef keppendum hefði verið leyft að nota annan búnað en bara frá Nike, til dæmis göngustafi og GPS-tæki. Þrír aðilar eru nefndir í stefnunni, þar á meðal Inga Dagmar Karlsdóttir sem starfar sem hlaupaleiðsögumaður hjá Arctic Running. Nike réð Arctic Running til þess að koma að skipulagningu hlaupsins og var Inga á meðal leiðsögumanna í því. Þegar Vísir náði tali af Ingu vildi hún lítið tjá sig um málið enda kveðst hún ekkert vita um stefnuna þar sem enginn hafi haft samband við hana. Inga staðfestir þó að konan hafi fótbrotnað og hún ásamt fleirum hlúð að henni og fylgt henni á bráðamóttöku þar sem hún gekkst undir aðgerð. Konan hélt svo af landi brott daginn eftir. Inga segist ekki vita hvers vegna hún er nafngreind í stefnunni en rétt er að árétta að hvorki henni né Arctic Running er stefnt vegna málsins heldur einungis Nike. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandarísk kona hefur höfðað mál á hendur íþróttavörurisanum Nike vegna þess að hún fótbrotnaði í utanvegahlaupi á Íslandi í nóvember 2013. Konan, Kate Martini Freeman, fer fram á 1,3 milljónir dollara í bætur en hún var á meðal sigurvegara í keppni sem Nike stóð fyrir á Twitter og í gegnum appið Nike+. Verðlaunin voru að taka þátt í hlaupinu á Íslandi en Nike hélt þrjú hlaup hér á landi í nóvember 2013 í tengslum við markaðsátakið #RunViking. Vinningshafarnir máttu aðeins nota búnað, fatnað og skó frá Nike en Freeman vill meina að hlaupið hafi verið illa skipulagt, aðstæður hættulegar og búnaðurinn sem boðið var upp á frá Nike ekki nægilega öruggur. Greint er frá málinu á vefnum Oregon Live sem hefur eftir lögmanni Freeman að hlaupið hefði verið mun öruggara ef keppendum hefði verið leyft að nota annan búnað en bara frá Nike, til dæmis göngustafi og GPS-tæki. Þrír aðilar eru nefndir í stefnunni, þar á meðal Inga Dagmar Karlsdóttir sem starfar sem hlaupaleiðsögumaður hjá Arctic Running. Nike réð Arctic Running til þess að koma að skipulagningu hlaupsins og var Inga á meðal leiðsögumanna í því. Þegar Vísir náði tali af Ingu vildi hún lítið tjá sig um málið enda kveðst hún ekkert vita um stefnuna þar sem enginn hafi haft samband við hana. Inga staðfestir þó að konan hafi fótbrotnað og hún ásamt fleirum hlúð að henni og fylgt henni á bráðamóttöku þar sem hún gekkst undir aðgerð. Konan hélt svo af landi brott daginn eftir. Inga segist ekki vita hvers vegna hún er nafngreind í stefnunni en rétt er að árétta að hvorki henni né Arctic Running er stefnt vegna málsins heldur einungis Nike.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira