Snapchat segist ekki mega vista og nota allar myndir frá notendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2015 14:00 Snapchat er eitt vinsælasta smáforrit í heiminum í dag. Vísir/Snapchat Snapchat segist ekki vista myndir og myndbönd sem notendur senda á milli sín og að umdeildir uppfærðir notendaskilmálar sem kynntir voru í síðustu viku feli ekki í sér miklar breytingar frá því sem áður hefur verið.Í yfirlýsingu sem fyrirtækið birti á bloggsíðu sinni segir eftirfarandi: „Snöppin og skilaboðin sem send eru á milli notenda eru alveg jafn mikið einkamál notenda og þau voru áður en að við uppfærðum notendaskilmálana.“ Jafnframt segir að Snapchat hafi ekki og muni ekki safna saman snöppum eða skilaboðum sem send séu á milli notenda. Þeim sé raunar eytt um leið og skilaboðin sjáist og því geti fyrirtækið ekki safnað þeim saman eða deilt þeim með auglýsendum.Snapchat má þó nota efni frá notendum í Live StoriesFyrirtækið segir þó að vissulega segi notendaskilmálarnir að Snapchat megi nota myndbönd sem notendur búa til með hjá Snapchat og vísar fyrirtækið þar til hinna svokölluðu Live Stories þar sem notendur geta sent Snapchat myndskeið sem fyrirtækið safnar saman og birtir líkt og Íslendingar fengu að kynnast fyrir skömmu. Snapchat bendir einnig á í yfirlýsingunni að notendur geti alltaf stillt hvaða skilaboð Snapchat megi nota á þennan hátt og því sé auðvelt fyrir notendur að tryggja að samskipti sín á milli séu þeirra eigið einkamál. Nýjir notendaskilmálar sem Snapchat kynnti í síðustu viku ollu talsverðri reiði á meðal notenda smáforritsins enda mátti á þeim skilja að Snapchat myndi fá leyfi til að eiga myndirnar frá notendum og að einnig mætti nota þessar myndir hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Sjá má hinu umdeildu skilmála í tístinu hér fyrir neðan.Read the new @Snapchat privacy/legal policies before deciding whether to click yes. Scary stuff in there, kids. pic.twitter.com/RvXMk1JPdn— Kal Penn (@kalpenn) October 29, 2015 Tengdar fréttir Íslensk náttúra og kindur áberandi á Snapchat - Myndir Íslendingar gátu látið ljós sitt skína á Snapchat í dag 16. september 2015 22:59 Kennarar tali við nemendur í gegnum Snapchat Kennari og sérfræðingur í skólaþróun segir mikilvægt að íslenskir kennarar noti samfélagsmiðla á borð við twitter og snapchat í meira mæli til að ná til nemenda og brjóta upp námið. Nemendur eru misopnir fyrir því að nota samfélagsmiðla sem kennslutæki. 6. október 2015 20:00 Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild Nýir notendaskilmálar þessa vinsæla smáforrits áskilja Snapchat leyfi til að nota allar þær myndir sem teknar eru með því á hvern þann hátt sem fyrirtækinu sýnist. 31. október 2015 22:48 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Snapchat segist ekki vista myndir og myndbönd sem notendur senda á milli sín og að umdeildir uppfærðir notendaskilmálar sem kynntir voru í síðustu viku feli ekki í sér miklar breytingar frá því sem áður hefur verið.Í yfirlýsingu sem fyrirtækið birti á bloggsíðu sinni segir eftirfarandi: „Snöppin og skilaboðin sem send eru á milli notenda eru alveg jafn mikið einkamál notenda og þau voru áður en að við uppfærðum notendaskilmálana.“ Jafnframt segir að Snapchat hafi ekki og muni ekki safna saman snöppum eða skilaboðum sem send séu á milli notenda. Þeim sé raunar eytt um leið og skilaboðin sjáist og því geti fyrirtækið ekki safnað þeim saman eða deilt þeim með auglýsendum.Snapchat má þó nota efni frá notendum í Live StoriesFyrirtækið segir þó að vissulega segi notendaskilmálarnir að Snapchat megi nota myndbönd sem notendur búa til með hjá Snapchat og vísar fyrirtækið þar til hinna svokölluðu Live Stories þar sem notendur geta sent Snapchat myndskeið sem fyrirtækið safnar saman og birtir líkt og Íslendingar fengu að kynnast fyrir skömmu. Snapchat bendir einnig á í yfirlýsingunni að notendur geti alltaf stillt hvaða skilaboð Snapchat megi nota á þennan hátt og því sé auðvelt fyrir notendur að tryggja að samskipti sín á milli séu þeirra eigið einkamál. Nýjir notendaskilmálar sem Snapchat kynnti í síðustu viku ollu talsverðri reiði á meðal notenda smáforritsins enda mátti á þeim skilja að Snapchat myndi fá leyfi til að eiga myndirnar frá notendum og að einnig mætti nota þessar myndir hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Sjá má hinu umdeildu skilmála í tístinu hér fyrir neðan.Read the new @Snapchat privacy/legal policies before deciding whether to click yes. Scary stuff in there, kids. pic.twitter.com/RvXMk1JPdn— Kal Penn (@kalpenn) October 29, 2015
Tengdar fréttir Íslensk náttúra og kindur áberandi á Snapchat - Myndir Íslendingar gátu látið ljós sitt skína á Snapchat í dag 16. september 2015 22:59 Kennarar tali við nemendur í gegnum Snapchat Kennari og sérfræðingur í skólaþróun segir mikilvægt að íslenskir kennarar noti samfélagsmiðla á borð við twitter og snapchat í meira mæli til að ná til nemenda og brjóta upp námið. Nemendur eru misopnir fyrir því að nota samfélagsmiðla sem kennslutæki. 6. október 2015 20:00 Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild Nýir notendaskilmálar þessa vinsæla smáforrits áskilja Snapchat leyfi til að nota allar þær myndir sem teknar eru með því á hvern þann hátt sem fyrirtækinu sýnist. 31. október 2015 22:48 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Íslensk náttúra og kindur áberandi á Snapchat - Myndir Íslendingar gátu látið ljós sitt skína á Snapchat í dag 16. september 2015 22:59
Kennarar tali við nemendur í gegnum Snapchat Kennari og sérfræðingur í skólaþróun segir mikilvægt að íslenskir kennarar noti samfélagsmiðla á borð við twitter og snapchat í meira mæli til að ná til nemenda og brjóta upp námið. Nemendur eru misopnir fyrir því að nota samfélagsmiðla sem kennslutæki. 6. október 2015 20:00
Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild Nýir notendaskilmálar þessa vinsæla smáforrits áskilja Snapchat leyfi til að nota allar þær myndir sem teknar eru með því á hvern þann hátt sem fyrirtækinu sýnist. 31. október 2015 22:48