Facebook auðveldar ástarsorg Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 20:59 Gwen Stefani og Gavin Rossdale þyrftu lítið að sjá af hvort öðru með nýjungum Facebook. Vísir/Getty Facebook er um þessar mundir að prufukeyra nýjung sem leyfir þeim sem hafa nýlega lent í sambandsslitum að minnka það sem þeir sjá frá fyrrverandi, án þess að þurfa að hætta að vera vinur viðkomandi á samfélagsmiðlinum. Nýjungin „Take a Break" kemur upp eftir að sambandsslit eru gerð opinber á Facebook. Með henni er hægt að takmarka hvað maður sér frá fyrrverandi og hvað fyrrverandi sér frá manni á fréttaveitunni (e. News Feed). Ef valið er að „sjá minna" þá mun fyrrverandi hverfa af fréttaveitunni, auk þess verður manni ekki boðið að setja hann inn á myndir. Hins vegar getur maður áfram séð heimasíðu viðkomandi. Maður getur líka valið að takmarka hvað fyrrverandi sér frá manni sjálfum. Með þeirri stillingu sér fyrrverandi ekki nýjar stöðuuppfærslur eða myndir hjá manni. Forsvarsmenn Facebook hafa uppgötvað að mörgum þyki minningar á samfélagsmiðlinum óþægilegar og því má koma í veg fyrir að þær birtist. Það má afturkalla allar þessar breytingar þegar sárin af sambandsslitunum eru búin að gróa. Fyrrverandi verður ekki látinn vita að maður hafi sett á þessar stillingar. Í augnablikinu er verið að prufukeyra þetta í Bandaríkjunum en búist er við að notendur víða fái þennan möguleika innan skamms. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook er um þessar mundir að prufukeyra nýjung sem leyfir þeim sem hafa nýlega lent í sambandsslitum að minnka það sem þeir sjá frá fyrrverandi, án þess að þurfa að hætta að vera vinur viðkomandi á samfélagsmiðlinum. Nýjungin „Take a Break" kemur upp eftir að sambandsslit eru gerð opinber á Facebook. Með henni er hægt að takmarka hvað maður sér frá fyrrverandi og hvað fyrrverandi sér frá manni á fréttaveitunni (e. News Feed). Ef valið er að „sjá minna" þá mun fyrrverandi hverfa af fréttaveitunni, auk þess verður manni ekki boðið að setja hann inn á myndir. Hins vegar getur maður áfram séð heimasíðu viðkomandi. Maður getur líka valið að takmarka hvað fyrrverandi sér frá manni sjálfum. Með þeirri stillingu sér fyrrverandi ekki nýjar stöðuuppfærslur eða myndir hjá manni. Forsvarsmenn Facebook hafa uppgötvað að mörgum þyki minningar á samfélagsmiðlinum óþægilegar og því má koma í veg fyrir að þær birtist. Það má afturkalla allar þessar breytingar þegar sárin af sambandsslitunum eru búin að gróa. Fyrrverandi verður ekki látinn vita að maður hafi sett á þessar stillingar. Í augnablikinu er verið að prufukeyra þetta í Bandaríkjunum en búist er við að notendur víða fái þennan möguleika innan skamms.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira