Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2015 20:00 15 af 24 nýjum olíusvæðum, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, standa ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. Þrátt fyrir það stefnir í að nýfjárfestingar í ár og á næsta ári verði með þeim mestu í sögu norska olíuiðnaðarins. Áætlað er að 25 þúsund manns hafi misst vinnuna í Noregi eftir að olíuverð féll úr yfir eitthundrað dollurum fyrir tunnuna og niður fyrir fimmtíu dollara. Og spáð er fleiri uppsögnum. Norska viðskiptaritið E24 hefur birt sláandi úttekt þar sem niðurstaðan er sú að lágt olíuverð ógni nú 15 af þeim 24 nýju olíu- og gasvinnslusvæðum sem áformað er að byggja upp. Því rauðari sem liturinn er, því lengra er í að vinnsla geti borgað sig.Kort yfir fyrirhuguð vinnslusvæði og möguleika þeirra miðað við 47 dollara olíuverð, eins og það var í dag. Stærsta olíulindin, Johan Sverdrup, er 6-7 dollurum yfir jafnvægisverði.Kort/E24.Svæði sem kallast Lér konungur þarf þannig 95 dollara olíuverð, - vantar 47 dollara verðhækkun til að standa undir sér, og Johan Castberg í Barentshafi vantar 20 dollara verðhækkun, - þarf 67 dollara lágmarksverð. Af grænu svæðunum eru nokkur sem þola allt niður undir 20 dollara olíuverð, eins og Gullfaxi og Ásgarður, en risalindin Johan Sverdrup, bjartasta von Norðmanna næstu hálfa öld, er talin þola 41 dollars olíuverð, - gæti enn þolað sex dollara verðlækkun.Áform um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi rætast vart, miðað við núverandi olíuverð. Henni er ætlað að þjóna Johan Castberg-svæðinu í Barentshafi, sem talið er þurfa 67 dollara olíuverð.Teikning/Statoil.En þrátt fyrir verðhrun virðist svartnætti ekki framundan í norska olíugeiranum, nýfjárfestingar hafa reynst meiri en búist var við. Hagstofa Noregs spáir því að fjárfestingar á þessu ári verði þær þriðju mestu í sögu norska olíugeirans og að næsta ár verði fjórða mesta fjárfestingaárið.Thina Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum.Eftir góðæri í áratug telja hagfræðingar hins vegar mikið svigrúm til hagræðingar. Thina Saltvedt, sérfræðingur Nordea bankans, segir olíubransann hafa spreðað peningum eins og drukknir sjómenn og hækkað laun upp úr öllu valdi. Hún varaði við því fyrir helgi að það þyrfti að skera ennþá meira niður. Verðlækkun olíu væri komin til með að vera. Hún tók þó fram að Norðmenn hefðu tækifæri til að halda sterkri stöðu í alþjóðlegri samkeppni. Og þrátt fyrir allt heldur Noregur enn stöðu sinni á toppnum, níunda árið í röð, í alþjóðlegum mælingum sem það land sem býður upp á bestu lífskjör í heimi. Bensín og olía Noregur Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
15 af 24 nýjum olíusvæðum, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, standa ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. Þrátt fyrir það stefnir í að nýfjárfestingar í ár og á næsta ári verði með þeim mestu í sögu norska olíuiðnaðarins. Áætlað er að 25 þúsund manns hafi misst vinnuna í Noregi eftir að olíuverð féll úr yfir eitthundrað dollurum fyrir tunnuna og niður fyrir fimmtíu dollara. Og spáð er fleiri uppsögnum. Norska viðskiptaritið E24 hefur birt sláandi úttekt þar sem niðurstaðan er sú að lágt olíuverð ógni nú 15 af þeim 24 nýju olíu- og gasvinnslusvæðum sem áformað er að byggja upp. Því rauðari sem liturinn er, því lengra er í að vinnsla geti borgað sig.Kort yfir fyrirhuguð vinnslusvæði og möguleika þeirra miðað við 47 dollara olíuverð, eins og það var í dag. Stærsta olíulindin, Johan Sverdrup, er 6-7 dollurum yfir jafnvægisverði.Kort/E24.Svæði sem kallast Lér konungur þarf þannig 95 dollara olíuverð, - vantar 47 dollara verðhækkun til að standa undir sér, og Johan Castberg í Barentshafi vantar 20 dollara verðhækkun, - þarf 67 dollara lágmarksverð. Af grænu svæðunum eru nokkur sem þola allt niður undir 20 dollara olíuverð, eins og Gullfaxi og Ásgarður, en risalindin Johan Sverdrup, bjartasta von Norðmanna næstu hálfa öld, er talin þola 41 dollars olíuverð, - gæti enn þolað sex dollara verðlækkun.Áform um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi rætast vart, miðað við núverandi olíuverð. Henni er ætlað að þjóna Johan Castberg-svæðinu í Barentshafi, sem talið er þurfa 67 dollara olíuverð.Teikning/Statoil.En þrátt fyrir verðhrun virðist svartnætti ekki framundan í norska olíugeiranum, nýfjárfestingar hafa reynst meiri en búist var við. Hagstofa Noregs spáir því að fjárfestingar á þessu ári verði þær þriðju mestu í sögu norska olíugeirans og að næsta ár verði fjórða mesta fjárfestingaárið.Thina Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum.Eftir góðæri í áratug telja hagfræðingar hins vegar mikið svigrúm til hagræðingar. Thina Saltvedt, sérfræðingur Nordea bankans, segir olíubransann hafa spreðað peningum eins og drukknir sjómenn og hækkað laun upp úr öllu valdi. Hún varaði við því fyrir helgi að það þyrfti að skera ennþá meira niður. Verðlækkun olíu væri komin til með að vera. Hún tók þó fram að Norðmenn hefðu tækifæri til að halda sterkri stöðu í alþjóðlegri samkeppni. Og þrátt fyrir allt heldur Noregur enn stöðu sinni á toppnum, níunda árið í röð, í alþjóðlegum mælingum sem það land sem býður upp á bestu lífskjör í heimi.
Bensín og olía Noregur Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira