Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi sæunn gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 09:00 Dæmi eru um að fórnarlömb mansals starfi í rækjuiðnaðinum í Taílandi. vísir/epa Matvælaframleiðandinn Nestlé hefur tilkynnt að birgjar sjávarafurða þeirra hafi misnotað starfsmenn sína í Taílandi. Nestlé er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem á í slíkum vandræðum í Taílandi. Taíland er stærsti rækjuframleiðandi heims. Margir sem vinna í rækjugeiranum eru fórnarlömb mansals. Starfsfólkið vinnur við hættulegar aðstæður, býr í lélegu húsnæði og er jafnvel stórskuldugt þar sem það þarf að greiða háar fjárhæðir til þess að fá vinnu við að veiða og vinna fisk, sem endar svo hjá fyrirtækjum á borð við Nestlé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Verité, bandarískur hópur sem beitir sér fyrir öruggum, sanngjörnum og löglegum vinnuskilyrðum , vann fyrir fyrirtækið. Nestlé er einn stærsti matvælaframleiðandi heims, og framleiðir meðal annars Perrier, Haagen-Dazs, Cheerios og Nescafé. Í nýju skýrslunni er máluð dökk mynd af starfsmönnum birgja þess í Taílandi. Þar kemur fram að margir hafa verið ginntir til starfa í geiranum með gylliboðum en hafi svo oft ekki fengið greidd laun á meðan haldið var í skilríkin þeirra. Nestlé er ekki fyrsta sem sakað er um sambærilegt framferði. CNN Money greinir frá því að í ágúst var lögð fram kæra í Kaliforníu gegn Costco þar sem þess var krafist að fyrirtækið merkti rækjur sem það seldi sem framleiðslu fólks í ánauð. Einnig var gerð krafa um að Costco hætti að kaupa rækjur af taílenska birginum. Á mánudaginn sögðu talsmenn Nestlé í tilkynningu að fyrirtækið væri að vinna að því að bæta aðstöðu starfsfólks, meðal annars með því að fylgjast með hvaðan hráefni í vörur þeirra kemur, með því að þjálfa skipstjóra veiðibáta og með auknu eftirliti. Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Matvælaframleiðandinn Nestlé hefur tilkynnt að birgjar sjávarafurða þeirra hafi misnotað starfsmenn sína í Taílandi. Nestlé er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem á í slíkum vandræðum í Taílandi. Taíland er stærsti rækjuframleiðandi heims. Margir sem vinna í rækjugeiranum eru fórnarlömb mansals. Starfsfólkið vinnur við hættulegar aðstæður, býr í lélegu húsnæði og er jafnvel stórskuldugt þar sem það þarf að greiða háar fjárhæðir til þess að fá vinnu við að veiða og vinna fisk, sem endar svo hjá fyrirtækjum á borð við Nestlé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Verité, bandarískur hópur sem beitir sér fyrir öruggum, sanngjörnum og löglegum vinnuskilyrðum , vann fyrir fyrirtækið. Nestlé er einn stærsti matvælaframleiðandi heims, og framleiðir meðal annars Perrier, Haagen-Dazs, Cheerios og Nescafé. Í nýju skýrslunni er máluð dökk mynd af starfsmönnum birgja þess í Taílandi. Þar kemur fram að margir hafa verið ginntir til starfa í geiranum með gylliboðum en hafi svo oft ekki fengið greidd laun á meðan haldið var í skilríkin þeirra. Nestlé er ekki fyrsta sem sakað er um sambærilegt framferði. CNN Money greinir frá því að í ágúst var lögð fram kæra í Kaliforníu gegn Costco þar sem þess var krafist að fyrirtækið merkti rækjur sem það seldi sem framleiðslu fólks í ánauð. Einnig var gerð krafa um að Costco hætti að kaupa rækjur af taílenska birginum. Á mánudaginn sögðu talsmenn Nestlé í tilkynningu að fyrirtækið væri að vinna að því að bæta aðstöðu starfsfólks, meðal annars með því að fylgjast með hvaðan hráefni í vörur þeirra kemur, með því að þjálfa skipstjóra veiðibáta og með auknu eftirliti.
Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira