Viðskipti erlent

Hryðjuverkin í París kostuðu Air France-KLM 7 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Fjölmargir afbókuðu flugferðir með flugvélum Air France í kjölfar hryðjuverkanna í París.
Fjölmargir afbókuðu flugferðir með flugvélum Air France í kjölfar hryðjuverkanna í París. vísir/getty
Air France-KLM telur að afbókanir í kjölfar hryðjuverkanna í París í síðasta mánuði þar sem 130 manns voru myrtir hafi kostað fyrirtækið 50 milljónir evra, jafnvirði 7 milljarða íslenskra króna.

Flugfélagið á von á því að áhrif vegna afbókana verði óveruleg frá og með desemberlokum að því er kemur fram í frétt BBC um málið.



Sjá einnig: Hryðjuverkaárásir hafa minni áhrif á fjárfesta


Verulega hafi dregið úr flugumferð til og frá París í kjölfar hryðjuverkanna að sögn flugfélagsins. Farþegaumferð fyrir árásirnar hafi verið meiri en á sama tíma fyrir ári en hafi orðið minni en á sama tímabili árið 2014 eftir árásirnar.

Ryanair tilkynnti í síðustu viku að flugfélagið hefði lækkað fargjöld til þess að mæta minni eftirspurn eftir hryðjuverkin. Þá greindi SAS frá því að færri hefðu farþegar hefðu flogið til París og Brussel í kjölfar árásanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×