Til verndar höfundum eða milliliðum? Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 1. desember 2015 09:27 Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar