Lokað fyrir samskiptaforritið í WhatsApp í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:54 Facebook keypti samskiptaforritið WhatsApp á seinasta ári fyrir 19 milljarða dollara. vísir/getty Lokað hefur verið fyrir samskiptaforritið WhatsApp í Brasilíu næstu 48 tímana en dómari í borginni Sao Paulo kvað upp úrskurð þess efnis í gær. Um 100 milljónir nota forritið í landinu en lokunin tók gildi á miðnætti að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, ritar færslu um lokunina á Facebook-síðu sína í morgun en Facebook keypti WhatsApp í fyrra á 19 milljarða dollara, eða um 2.300 milljarða íslenskra króna. Í færslu sinni segir Zuckerberg að Facebook vinni nú hörðum höndum að fá úrskurði dómarans um lokun WhatsApp hnekkt en bendir Brasilíumönnum á að enn sé hægt að nota Facebook Messenger. „Þetta er sorgardagur fyrir Brasilíu. Þar til nú hafa yfirvöld í Brasilíu verið talsmenn þess að hafa internetið opið. Þá hafa Brasilíumenn alltaf verið ötulir í því að tjá skoðanir sínar á netinu,“ segir Zuckerberg.Tonight, a Brazilian judge blocked WhatsApp for more than 100 million people who rely on it in her country.We are...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 17 December 2015Í umfjöllun The Verge um málið kemur fram að brasilísk símafyrirtæki hafi löngum reynt að stöðva gríðarlegan vöxt WhatsApp í landinu þar sem hægt er að hringja ókeypis í gegnum forritið. Þetta telja símafyrirtækin ólöglegt og hafa líkt WhatsApp við sjóræningjastarfsemi. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki haft erindi sem erfiði við að koma böndum á WhatsApp þar til með lokuninni nú. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir samskiptaforritið WhatsApp í Brasilíu næstu 48 tímana en dómari í borginni Sao Paulo kvað upp úrskurð þess efnis í gær. Um 100 milljónir nota forritið í landinu en lokunin tók gildi á miðnætti að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, ritar færslu um lokunina á Facebook-síðu sína í morgun en Facebook keypti WhatsApp í fyrra á 19 milljarða dollara, eða um 2.300 milljarða íslenskra króna. Í færslu sinni segir Zuckerberg að Facebook vinni nú hörðum höndum að fá úrskurði dómarans um lokun WhatsApp hnekkt en bendir Brasilíumönnum á að enn sé hægt að nota Facebook Messenger. „Þetta er sorgardagur fyrir Brasilíu. Þar til nú hafa yfirvöld í Brasilíu verið talsmenn þess að hafa internetið opið. Þá hafa Brasilíumenn alltaf verið ötulir í því að tjá skoðanir sínar á netinu,“ segir Zuckerberg.Tonight, a Brazilian judge blocked WhatsApp for more than 100 million people who rely on it in her country.We are...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 17 December 2015Í umfjöllun The Verge um málið kemur fram að brasilísk símafyrirtæki hafi löngum reynt að stöðva gríðarlegan vöxt WhatsApp í landinu þar sem hægt er að hringja ókeypis í gegnum forritið. Þetta telja símafyrirtækin ólöglegt og hafa líkt WhatsApp við sjóræningjastarfsemi. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki haft erindi sem erfiði við að koma böndum á WhatsApp þar til með lokuninni nú.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira