Kaupmenn á Laugavegi sagðir hunsa lokanir borgarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 12. desember 2015 16:43 Gangandi vegfarendur á Laugaveginum. Vísir/Stefán Hlið í miðborg Reykjavíkur, sem ætlað er að afmarka göngugötur yfir aðventuna, voru í dag og síðustu helgi opnuð til að hleypa bílum í götuna. Sjónarvottar segja ákveðna kaupmenn á Laugaveginum hafa opnað hliðið á horni Laugavegs og Vatnsstígs í dag með verkfærum. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga í dag að standa lokaðir fyrir bílaumferð. Hliðinu við Laugaveg hefur nú verið lokað á ný en fyrr í dag stóð það opið. Þá stóð hliðið að Skólavörðustíg einnig opið síðasta laugardag, samkvæmt sjónarvottum. Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt setti inn mynd af hliðinu við Laugaveg opnu á Twitter fyrr í dag og sagði kaupmenn „koma hlaupandi og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað.“ Þá segist fréttavefurinn Nútíminn hafa heimildir fyrir því að vegfarandi hafi náð myndum af kaupmönnunum og komið þeim til lögreglu. Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.Vísir/StefánSamþykkt var í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í lok nóvember að loka umferð bíla um Skólavörðustíg og hluta Laugavegs fyrstu tvær helgarnar í desember og síðan milli 18. og 24. desember. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þá í samtali við Vísi að rekstraðilar í miðborginni hefðu verið heimsóttir og að meirihluti þeirra væru hlynntir slíkri lokun. Þó er ljóst að einhverjir kaupmenn setja sig upp á móti lokuninni. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að henni hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum. Þá segir Gunnar Guðjónsson, formaður samtakanna, sömuleiðis að lokanirnar leggist illa í kaupmenn í Morgunblaðinu í dag. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan. Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Hlið í miðborg Reykjavíkur, sem ætlað er að afmarka göngugötur yfir aðventuna, voru í dag og síðustu helgi opnuð til að hleypa bílum í götuna. Sjónarvottar segja ákveðna kaupmenn á Laugaveginum hafa opnað hliðið á horni Laugavegs og Vatnsstígs í dag með verkfærum. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga í dag að standa lokaðir fyrir bílaumferð. Hliðinu við Laugaveg hefur nú verið lokað á ný en fyrr í dag stóð það opið. Þá stóð hliðið að Skólavörðustíg einnig opið síðasta laugardag, samkvæmt sjónarvottum. Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt setti inn mynd af hliðinu við Laugaveg opnu á Twitter fyrr í dag og sagði kaupmenn „koma hlaupandi og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað.“ Þá segist fréttavefurinn Nútíminn hafa heimildir fyrir því að vegfarandi hafi náð myndum af kaupmönnunum og komið þeim til lögreglu. Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.Vísir/StefánSamþykkt var í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í lok nóvember að loka umferð bíla um Skólavörðustíg og hluta Laugavegs fyrstu tvær helgarnar í desember og síðan milli 18. og 24. desember. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þá í samtali við Vísi að rekstraðilar í miðborginni hefðu verið heimsóttir og að meirihluti þeirra væru hlynntir slíkri lokun. Þó er ljóst að einhverjir kaupmenn setja sig upp á móti lokuninni. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að henni hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum. Þá segir Gunnar Guðjónsson, formaður samtakanna, sömuleiðis að lokanirnar leggist illa í kaupmenn í Morgunblaðinu í dag. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“