Bretar setja met í eyðslu auglýsingafjár fyrir jólin Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Mikið hefur verið auglýst í Bretlandi að undanförnu, einkum í sjónvarpi. Bresk fyrirtæki munu verja 310 milljónum punda, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar fyrir jólin í ár. Þetta er metár í jólaauglýsingum og hafa fyrirtæki ekki eytt jafn miklu í þær síðan árið 1998 samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að svokallaður „svartur föstudagur" og „stafrænn mánudagur" í kringum þakkargjörðarhátíðina og hækkun á auglýsingaverði í sjónvarpi séu meðal annars orsök þessarar þróunar. Auglýsingamarkaðurinn í bresku sjónvarpi mun samkvæmt spám vaxa um að minnsta kosti 8 prósent á þessu ári í tæplega fjóra milljarða breskra punda, jafnvirði 770 milljarða íslenskra króna. Þetta er mesti vöxtur í geiranum í tuttugu ár. Það sem ýtti undir vöxt á sjónvarpsauglýsingamarkaði í ár voru meðal annars íþróttaviðburðir eins og heimsmeistaramótið í rúgbí. Sjónvarpsauglýsingamarkaðurinn tók dýfu árið 2009 þegar tekjur drógust saman um 14,1 prósent á árinu. Það var versta kreppa sem auglýsingamarkaðurinn hafði gengið í gegnum í Bretlandi. Hann hefur farið vaxandi síðan þá. Spáð er áframhaldandi vexti á breska auglýsingamarkaðnum árið 2016. ZenithOptimedia spáir 9,7 prósent vexti í geiranum og að heildartekjur muni nema 17,3 milljörðum punda, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Spáð er því að vöxtur á sjónvarpsauglýsingamarkaði muni dragast saman um 5 prósent en að heildartekjur muni hins vegar nema 4,1 milljarði punda, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna. Auglýsingar í dagblöðum munu einnig dragast saman um 6,3 prósent á árinu. Auglýsingar á netinu munu hins vegar hækka um 17,0 prósent og nema 9,4 milljörðum punda, jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna árið 2016. Talið er að mikil aukning verði á alþjóðlegum auglýsingamarkaði á næsta ári í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum, Ólympíuleikanna í Ríó og evrópumeistaramótinu í fótbolta. Talið er að forsetakosningar muni auka auglýsingatekjur í Bandaríkjunum um 2,3 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 300 milljarða íslenskra króna, sérstaklega í formi sjónvarpsauglýsinga og netauglýsinga. Þá munu Ólympíuleikarnir auka tekjur á alþjóðlegum auglýsingamarkaði um að minnsta kosti tvo milljarða bandaríkjadala, eða um 250 milljarða króna. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bresk fyrirtæki munu verja 310 milljónum punda, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar fyrir jólin í ár. Þetta er metár í jólaauglýsingum og hafa fyrirtæki ekki eytt jafn miklu í þær síðan árið 1998 samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að svokallaður „svartur föstudagur" og „stafrænn mánudagur" í kringum þakkargjörðarhátíðina og hækkun á auglýsingaverði í sjónvarpi séu meðal annars orsök þessarar þróunar. Auglýsingamarkaðurinn í bresku sjónvarpi mun samkvæmt spám vaxa um að minnsta kosti 8 prósent á þessu ári í tæplega fjóra milljarða breskra punda, jafnvirði 770 milljarða íslenskra króna. Þetta er mesti vöxtur í geiranum í tuttugu ár. Það sem ýtti undir vöxt á sjónvarpsauglýsingamarkaði í ár voru meðal annars íþróttaviðburðir eins og heimsmeistaramótið í rúgbí. Sjónvarpsauglýsingamarkaðurinn tók dýfu árið 2009 þegar tekjur drógust saman um 14,1 prósent á árinu. Það var versta kreppa sem auglýsingamarkaðurinn hafði gengið í gegnum í Bretlandi. Hann hefur farið vaxandi síðan þá. Spáð er áframhaldandi vexti á breska auglýsingamarkaðnum árið 2016. ZenithOptimedia spáir 9,7 prósent vexti í geiranum og að heildartekjur muni nema 17,3 milljörðum punda, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Spáð er því að vöxtur á sjónvarpsauglýsingamarkaði muni dragast saman um 5 prósent en að heildartekjur muni hins vegar nema 4,1 milljarði punda, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna. Auglýsingar í dagblöðum munu einnig dragast saman um 6,3 prósent á árinu. Auglýsingar á netinu munu hins vegar hækka um 17,0 prósent og nema 9,4 milljörðum punda, jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna árið 2016. Talið er að mikil aukning verði á alþjóðlegum auglýsingamarkaði á næsta ári í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum, Ólympíuleikanna í Ríó og evrópumeistaramótinu í fótbolta. Talið er að forsetakosningar muni auka auglýsingatekjur í Bandaríkjunum um 2,3 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 300 milljarða íslenskra króna, sérstaklega í formi sjónvarpsauglýsinga og netauglýsinga. Þá munu Ólympíuleikarnir auka tekjur á alþjóðlegum auglýsingamarkaði um að minnsta kosti tvo milljarða bandaríkjadala, eða um 250 milljarða króna.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira