Einmanaleiki og einangrun er versti óvinur ellinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun