Afrek ársins sem er að líða og hvað má gera betur Sævar Freyr Þráinsson skrifar 30. desember 2015 10:00 Kosningaloforð ríkisstjórnarinnar voru nokkur og eru efndir og afrekin nú þegar umtalsverð. Skuldir hins opinbera hafa lækkað um hundruð milljarða, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og málum þrotabúa bankanna er að ljúka. Heimilin hafa fengið töluvert fyrir sinn snúð. Skuldir hafa lækkað um 80 milljarða, skattar hafa lækkað, vörugjöld afnumin, tollar hafa lækkað, bætur hækkað, verðbólga er lág og með nýjum kjarasamningum hafa laun hækkað. Kaupmáttur allra hefur hækkað og fyrir framangreint á ríkisstjórnin hrós skilið. Aftur á móti hefur rekstrarkostnaður fyrirtækja aukist of mikið vegna kjarasamninga og eru þau að greiða of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu. Vísbendingar eru um að eitthvað muni láta undan. Af hálfu ríkistjórnarinnar eru tvö stór loforð ókláruð. Annars vegar að draga úr umsvifum opinbers rekstrar og er enn lítið að frétta af aðgerðum í kjölfar niðurstöðu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Af mörgu er taka en fyrir starfsemi 365 fá málefni RÚV mesta athygli. Mun birtast um það sérstök grein í upphafi nýs árs. Ljósleiðaravæðing landsbyggðarinnar er mikilvægasta landsbyggðarmálið en þar er tækifærið að auka atvinnu og jafna búsetuskilyrði allra. Öflugu ljósleiðaraneti mun svo fylgja enn ódýrari háhraða farsímaþjónusta sem nýtast mun ferðamönnum og bændum í landinu. Við bíðum enn frétta af alvöru skrefum í þessu máli. Hjá 365 hófum við á árinu farsímaþjónustu og buðum nýjar áskriftarleiðir sem var vel tekið meðal viðskiptavina. Nú eru um 30% viðskiptavina 365 að kaupa fjarskiptaþjónustu. Árið fór í að bæta ferla, efla þjónustustig og takast á við aukna samkeppni. Við buðum ýmsar nýjungar á árinu. Fréttablaðið fékk andlitslyftingu og boðið var upp á nýtt Ísland í dag. Haldið var áfram að styrkja aðgengi viðskiptavina að efni. Maraþonþjónusta við viðskiptavini hefur aukist stórlega, en með því er viðskiptavinum gert kleift að horfa þegar þeim hentar. Þar er að finna heilu þáttaraðirnar af vönduðu innlendu sem og erlendu efni fyrir börn og fullorðna. Ásamt því að nú eru um 150 bíómyndir aðgengilegar í sjónvarpi 365 þegar fólki hentar. Byrjað var að bjóða fólki upp á að greiða fyrir staka knattspyrnuleiki í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin. Miðlar 365 eru áfram mjög sterkir. Í hverjum mánuði lesa 94,2% landsmanna visir.is, 93,2% hlusta á Bylgjuna, 90,6% horfa á Stöð 2 og 83,4% lesa Fréttablaðið. Ánægjulegt er að fara inn í þrítugasta afmælisár Bylgjunnar og Stöðvar 2 með svo stóran hluta landsmanna í okkar liði. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélag okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Stóru áherslur okkar verða Ísland got talent strax í upphafi árs og Borgarstjórinn í haust. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2015 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Kosningaloforð ríkisstjórnarinnar voru nokkur og eru efndir og afrekin nú þegar umtalsverð. Skuldir hins opinbera hafa lækkað um hundruð milljarða, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og málum þrotabúa bankanna er að ljúka. Heimilin hafa fengið töluvert fyrir sinn snúð. Skuldir hafa lækkað um 80 milljarða, skattar hafa lækkað, vörugjöld afnumin, tollar hafa lækkað, bætur hækkað, verðbólga er lág og með nýjum kjarasamningum hafa laun hækkað. Kaupmáttur allra hefur hækkað og fyrir framangreint á ríkisstjórnin hrós skilið. Aftur á móti hefur rekstrarkostnaður fyrirtækja aukist of mikið vegna kjarasamninga og eru þau að greiða of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu. Vísbendingar eru um að eitthvað muni láta undan. Af hálfu ríkistjórnarinnar eru tvö stór loforð ókláruð. Annars vegar að draga úr umsvifum opinbers rekstrar og er enn lítið að frétta af aðgerðum í kjölfar niðurstöðu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Af mörgu er taka en fyrir starfsemi 365 fá málefni RÚV mesta athygli. Mun birtast um það sérstök grein í upphafi nýs árs. Ljósleiðaravæðing landsbyggðarinnar er mikilvægasta landsbyggðarmálið en þar er tækifærið að auka atvinnu og jafna búsetuskilyrði allra. Öflugu ljósleiðaraneti mun svo fylgja enn ódýrari háhraða farsímaþjónusta sem nýtast mun ferðamönnum og bændum í landinu. Við bíðum enn frétta af alvöru skrefum í þessu máli. Hjá 365 hófum við á árinu farsímaþjónustu og buðum nýjar áskriftarleiðir sem var vel tekið meðal viðskiptavina. Nú eru um 30% viðskiptavina 365 að kaupa fjarskiptaþjónustu. Árið fór í að bæta ferla, efla þjónustustig og takast á við aukna samkeppni. Við buðum ýmsar nýjungar á árinu. Fréttablaðið fékk andlitslyftingu og boðið var upp á nýtt Ísland í dag. Haldið var áfram að styrkja aðgengi viðskiptavina að efni. Maraþonþjónusta við viðskiptavini hefur aukist stórlega, en með því er viðskiptavinum gert kleift að horfa þegar þeim hentar. Þar er að finna heilu þáttaraðirnar af vönduðu innlendu sem og erlendu efni fyrir börn og fullorðna. Ásamt því að nú eru um 150 bíómyndir aðgengilegar í sjónvarpi 365 þegar fólki hentar. Byrjað var að bjóða fólki upp á að greiða fyrir staka knattspyrnuleiki í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin. Miðlar 365 eru áfram mjög sterkir. Í hverjum mánuði lesa 94,2% landsmanna visir.is, 93,2% hlusta á Bylgjuna, 90,6% horfa á Stöð 2 og 83,4% lesa Fréttablaðið. Ánægjulegt er að fara inn í þrítugasta afmælisár Bylgjunnar og Stöðvar 2 með svo stóran hluta landsmanna í okkar liði. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélag okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Stóru áherslur okkar verða Ísland got talent strax í upphafi árs og Borgarstjórinn í haust. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar