Enginn annar að fara að bæta þessi met í bráð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2015 10:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA er í frábæru formi í ár. vísir/daníel Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira
Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira