Enginn annar að fara að bæta þessi met í bráð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2015 10:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA er í frábæru formi í ár. vísir/daníel Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn