Innlent

Málefni geðsjúkra fanga í ólestri

Á Litla-Hrauni er enginn starfandi geðlæknir. Róbert Marshall gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda.
Á Litla-Hrauni er enginn starfandi geðlæknir. Róbert Marshall gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda. Vísir/Gva
Í gær voru sérstakar umræður um málefni geðsjúkra fanga á Alþingi.

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp málefni fanga með alvarlegan geðsjúkdóm sem dvaldi lengur í einangrunarvarðhaldi en hollt getur talist fyrir nokkra manneskju, eða í meira en tvo mánuði.

Málefni fangans urðu ljós fyrir tveimur árum og var fjallað um aðstæður hans í Kastljósi. Enn hefur ekkert verið gert til að færa málefni geðsjúkra fanga í rétt horf þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi beint tilmælum til bæði innanríkis- og velferðarráðherra og Fangelsismálastofnunar. Enginn geðlæknir starfar nú á Litla-Hrauni.

„Ég átti bágt með að trúa því að það gæti gerst á okkar landi að nokkur maður gæti verið hafður í einangrunarvarðhaldi í rúma tvo mánuði, en svo er víst.“

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði málaflokkinn þann erfiðasta sem ráðuneytið hefur tekist á við. „Staðan núna er sú að það er enginn geðlæknir starfandi á Litla-Hrauni, það hefur verið vandasamt að fá geðlækni þangað til starfa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×