Tónlistarmenn fái endurgreitt frá ríkinu jón hákon halldórsson skrifar 6. mars 2015 07:15 Í sundlauginni. Sigtryggur Baldursson segir að nokkur stúdíó hér á landi séu þegar vinsæl erlendis. Til dæmis Sundlaugin sem er í eigu SigurRósar. fréttablaðið/anton Brink Unnin hafa verið drög að frumvarpi til laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þessi drög ekki verið kynnt í ríkisstjórn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gerði málið hins vegar að umræðuefni í ávarpi sem hún flutti á myndskeiði á Iðnþingi í gær. Fyrirkomulagið yrði þá svipað og í kvikmyndagerð. Ragnheiður Elín ræddi stöðu skapandi greina í ávarpi sínu í gær. „Í síðustu viku heimsótti ég fyrirtæki Baltasars Kormáks og fylgdist með eftirvinnslu stórmyndarinnar Everest. Það fyrirtæki hefur nú þegar klárað þrjú stórverkefni hér heima og vonandi sjáum við meira af slíku í framtíðinni,“ sagði hún. Hún sagði að sambærileg tækifæri gætu líka legið fyrir í íslenskri tónlist. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er boðað frumvarp af þessu tagi fyrir tónlist. Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi voru samþykkt á Alþingi árið 1999. Á grundvelli þeirra er unnt að fá endurgreitt 20% af framleiðslukostnaði vegna framleiðslu kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. Eftir að lögin voru samþykkt hafa fjölmargar erlendar stórmyndir verið framleiddar að hluta hérlendis. Þar á meðal Hollywood-myndir.Sigtryggur Baldursson„Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir. Við erum búin að vera að reka áróður fyrir þessu í þó nokkurn tíma,“ segir Sigtryggur Baldursson. Hann er framkvæmdastjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að það hafi verið þó nokkur aðsókn í nokkur stúdíó á Íslandi að undanförnu, einkum Gróðurhúsið og Sundlaugina. En með nýjum lögum myndi þetta aukast og þar með myndu tengsl íslenska tónlistargeirans við umheiminn aukast. Mikilvægt sé fyrir íslenska listamenn að tengjast þeim erlendu. „Ég vil meina að þetta hafi gríðarlega góð áhrif fyrir stúdíó á Íslandi og líka íslenska tónlist yfirhöfuð,“ segir Sigtryggur. Eftirsóknarverðara verði fyrir hljómsveitir sem koma hingað á Iceland Airwaves að taka upp í leiðinni. Einnig verði eftirsóknarverðara að nota Sinfóníuna í upptökur fyrir stærri verkefni. Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Unnin hafa verið drög að frumvarpi til laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þessi drög ekki verið kynnt í ríkisstjórn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gerði málið hins vegar að umræðuefni í ávarpi sem hún flutti á myndskeiði á Iðnþingi í gær. Fyrirkomulagið yrði þá svipað og í kvikmyndagerð. Ragnheiður Elín ræddi stöðu skapandi greina í ávarpi sínu í gær. „Í síðustu viku heimsótti ég fyrirtæki Baltasars Kormáks og fylgdist með eftirvinnslu stórmyndarinnar Everest. Það fyrirtæki hefur nú þegar klárað þrjú stórverkefni hér heima og vonandi sjáum við meira af slíku í framtíðinni,“ sagði hún. Hún sagði að sambærileg tækifæri gætu líka legið fyrir í íslenskri tónlist. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er boðað frumvarp af þessu tagi fyrir tónlist. Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi voru samþykkt á Alþingi árið 1999. Á grundvelli þeirra er unnt að fá endurgreitt 20% af framleiðslukostnaði vegna framleiðslu kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. Eftir að lögin voru samþykkt hafa fjölmargar erlendar stórmyndir verið framleiddar að hluta hérlendis. Þar á meðal Hollywood-myndir.Sigtryggur Baldursson„Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir. Við erum búin að vera að reka áróður fyrir þessu í þó nokkurn tíma,“ segir Sigtryggur Baldursson. Hann er framkvæmdastjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að það hafi verið þó nokkur aðsókn í nokkur stúdíó á Íslandi að undanförnu, einkum Gróðurhúsið og Sundlaugina. En með nýjum lögum myndi þetta aukast og þar með myndu tengsl íslenska tónlistargeirans við umheiminn aukast. Mikilvægt sé fyrir íslenska listamenn að tengjast þeim erlendu. „Ég vil meina að þetta hafi gríðarlega góð áhrif fyrir stúdíó á Íslandi og líka íslenska tónlist yfirhöfuð,“ segir Sigtryggur. Eftirsóknarverðara verði fyrir hljómsveitir sem koma hingað á Iceland Airwaves að taka upp í leiðinni. Einnig verði eftirsóknarverðara að nota Sinfóníuna í upptökur fyrir stærri verkefni.
Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira