Fólki sama um merktar gjafir fanney birna jónsdóttir skrifar 13. apríl 2015 07:00 Mikill meirihluti vill að Kiwanis og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum merkta reiðhjólahjálma. Reglur Reykjavíkurborgar um gjafir koma í veg fyrir slíkt. Yfir 90 prósent landsmanna vilja að Kiwanishreyfingin og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Kiwanis og Eimskip. Reykjavíkurborg bannaði gjafirnar í byrjun þessa árs, þar sem hjálmarnir voru merktir Eimskipafélaginu, sem stangast á við reglur sem kveða á um að að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á þeim merkingar. Þá komu sömu reglur í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnum tannbursta og tannþráð. Kiwanis og Eimskip hafa gefið 1. bekkingum reiðhjólahjálma í ellefu ár. Í könnuninni kemur fram að 90,3 prósent eru hlynnt gjöfunum. Alls voru 5,5 prósent andvíg og þeir sem svöruðu hvorki né voru 4,2 prósent. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í janúar fram tillögu um endurskoðun reglnanna í borgarráði. Þeir telja þær of þröngar og komi meðal annars í veg fyrir kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum. „Þetta er skiljanleg niðurstaða. Það á að vera sjálfsagt að börn fái að þiggja hluti sem eru gefnir börnum til góða eins og hjálma, tannbursta og sólmyrkvagleraugu. Þetta kallar augljóslega á að vinnunni við að breyta reglunum verði flýtt. Það gengur ekki að borgaryfirvöld séu svona mikið í óþarfa stríði til að halda úti alltof einstrengingslegum reglum sem hefur nú að auki fengist staðfesting á að er svo gott sem enginn áhugi fyrir hjá foreldrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir endurskoðun reglnanna í ferli. „Ég hef óskað eftir því að það verði klárað á þessu vori. Þessar reglur voru settar ekki síst að beiðni skólastjóra á sínum tíma, sem fannst óþægilegt að engin viðmið væru um hvar mörkin liggja í þessu. Vinnuhópur skilaði í kjölfarið tillögum sem sviðið samþykkti sem reglur um þetta árið 2013. Það voru skiptar skoðanir á þeim eins og þessi könnun staðfestir og þess vegna erum við að endurskoða þetta núna.“ Úrtak könnunarinnar var 1.750 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.050. Um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 5. til 13. febrúar. Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Yfir 90 prósent landsmanna vilja að Kiwanishreyfingin og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Kiwanis og Eimskip. Reykjavíkurborg bannaði gjafirnar í byrjun þessa árs, þar sem hjálmarnir voru merktir Eimskipafélaginu, sem stangast á við reglur sem kveða á um að að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á þeim merkingar. Þá komu sömu reglur í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnum tannbursta og tannþráð. Kiwanis og Eimskip hafa gefið 1. bekkingum reiðhjólahjálma í ellefu ár. Í könnuninni kemur fram að 90,3 prósent eru hlynnt gjöfunum. Alls voru 5,5 prósent andvíg og þeir sem svöruðu hvorki né voru 4,2 prósent. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í janúar fram tillögu um endurskoðun reglnanna í borgarráði. Þeir telja þær of þröngar og komi meðal annars í veg fyrir kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum. „Þetta er skiljanleg niðurstaða. Það á að vera sjálfsagt að börn fái að þiggja hluti sem eru gefnir börnum til góða eins og hjálma, tannbursta og sólmyrkvagleraugu. Þetta kallar augljóslega á að vinnunni við að breyta reglunum verði flýtt. Það gengur ekki að borgaryfirvöld séu svona mikið í óþarfa stríði til að halda úti alltof einstrengingslegum reglum sem hefur nú að auki fengist staðfesting á að er svo gott sem enginn áhugi fyrir hjá foreldrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir endurskoðun reglnanna í ferli. „Ég hef óskað eftir því að það verði klárað á þessu vori. Þessar reglur voru settar ekki síst að beiðni skólastjóra á sínum tíma, sem fannst óþægilegt að engin viðmið væru um hvar mörkin liggja í þessu. Vinnuhópur skilaði í kjölfarið tillögum sem sviðið samþykkti sem reglur um þetta árið 2013. Það voru skiptar skoðanir á þeim eins og þessi könnun staðfestir og þess vegna erum við að endurskoða þetta núna.“ Úrtak könnunarinnar var 1.750 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.050. Um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 5. til 13. febrúar.
Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32
Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01