Hart deilt um þjóðarmorð Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. apríl 2015 07:00 Fjöldi fólks lagði leið sína að Tsitsernakaberd-minnismerkinu í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þar sem efnt var til minningarathafnar. fréttablaðið/EPA Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær. Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær.
Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira