Ósannað hvor flaug í Vopnafjarðarslysinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. maí 2015 09:15 För eftir rafmagnslínur á væng flugvélarinnar. Myndin er úr skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa. Tryggingamiðstöðin á að greiða Ásgeiri Guðmundssyni, sem flaug á rafmagnslínu í Vopnafirði, fullar slysabætur en ekki aðeins þriðjung. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Lítilli eins hreyfils Cessna-flugvél var 2. júlí 2009 flogið á rafmagnslínu sem strengd var yfir Selá í Vopnafirði og var í 12,5 metra hæð þar sem vélin lenti á honum. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson, sem þá var stjórnarformaður Avion Aircraft Trading. Ásgeir Guðmundsson. Ásgeiri var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. Hann var síðar metinn með 66,5 prósent örorku og ófær um að taka upp starf sitt sem atvinnuflugmaður. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða Ásgeiri slysabætur með „vísan til þess að hann hafi sem flugmaður vélarinnar TF-GUN sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnslínu rétt yfir jörðu þannig að hún brotlenti“, eins og segir í dómi héraðsdóms. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum greiddi TM þó manninum þriðjung slysabótanna áður en málið endaði í dómsal. Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa er gengið út frá því að Ásgeir hafi verið flugmaður Cessna-vélarinnar þegar hún fórst. Í stefnu Ásgeirs segir hins vegar að það sé óupplýst hvort hann hafi stýrt flugvélinni þegar henni var flogið á rafmagnslínuna. Þótt ekki leiki vafi á því að hann hafi verið skráður flugmaður vélarinnar í þessari ferð, hafi Hafþór einnig verið flugmaður og getað stýrt vélinni úr farþegasætinu. Þar sem Ásgeir muni ekkert eftir aðdraganda slyssins og Hafþór sé látinn sé ekki hægt að fullyrða hvor hafi stýrt flugvélinni. Héraðsdómur tekur undir þetta og segir Tryggingamiðstöðina ekki hafa axlað sönnunarbyrði sína um að það hafi í reynd verið Ásgeir sem flaug vélinni. „Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu, þótt skýrar vísbendingar séu fyrir hendi um að það hafi verið stefnandi [Ásgeir], sem tilkynnt hafði um sjálfan sig sem flugmann vélarinnar,“ segir í dóminum sem jafnframt hafnar því sem Tryggingamiðstöðin hélt fram að um „stórkostlegt gáleysi“ hafi verið að ræða. Mennirnir tveir höfðu verið í heimsókn í veiðihúsi við Selá og voru að fljúga þar yfir í kveðjuskyni á leið sinni frá Vopnafjarðarflugvelli og suður þegar véli rakst á raflínuna sem hékk í tveimur staurum sem 378 metrar eru á milli. Þetta lágflug segir dómurinn hafa verið gáleysislegt og ámælisvert. „Þegar litið er til þess hvernig slysið bar að, í ljósi þess sem fyrr segir um legu raflínunnar, aðstæðna á vettvangi og atvika að öðru leyti, verður þó ekki fallist á það með stefnda [TM] að í háttsemi stefnanda [Ásgeirs] hafi, eins og á stóð, falist slíkt gáleysi að bótaréttur hans verði skertur á grundvelli laga um vátryggingasamninga vegna stórkostlegs gáleysis við stjórn flugvélar,“ segir dómurinn, sem leggur fyrir Tryggingamiðstöðina að greiða Ásgeiri með vöxtum það sem á vantar upp á tæplega 8,5 milljóna króna slysabætur. Skýrslu rannsóknarnefndar má lesa hér. Uppfært: Hæstiréttur tók málið fyrir í maí 2016 og taldi rétt að skerða bæturnar um helming. Fréttir af flugi Dómsmál Tengdar fréttir Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05 TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tryggingamiðstöðin á að greiða Ásgeiri Guðmundssyni, sem flaug á rafmagnslínu í Vopnafirði, fullar slysabætur en ekki aðeins þriðjung. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Lítilli eins hreyfils Cessna-flugvél var 2. júlí 2009 flogið á rafmagnslínu sem strengd var yfir Selá í Vopnafirði og var í 12,5 metra hæð þar sem vélin lenti á honum. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson, sem þá var stjórnarformaður Avion Aircraft Trading. Ásgeir Guðmundsson. Ásgeiri var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. Hann var síðar metinn með 66,5 prósent örorku og ófær um að taka upp starf sitt sem atvinnuflugmaður. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða Ásgeiri slysabætur með „vísan til þess að hann hafi sem flugmaður vélarinnar TF-GUN sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnslínu rétt yfir jörðu þannig að hún brotlenti“, eins og segir í dómi héraðsdóms. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum greiddi TM þó manninum þriðjung slysabótanna áður en málið endaði í dómsal. Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa er gengið út frá því að Ásgeir hafi verið flugmaður Cessna-vélarinnar þegar hún fórst. Í stefnu Ásgeirs segir hins vegar að það sé óupplýst hvort hann hafi stýrt flugvélinni þegar henni var flogið á rafmagnslínuna. Þótt ekki leiki vafi á því að hann hafi verið skráður flugmaður vélarinnar í þessari ferð, hafi Hafþór einnig verið flugmaður og getað stýrt vélinni úr farþegasætinu. Þar sem Ásgeir muni ekkert eftir aðdraganda slyssins og Hafþór sé látinn sé ekki hægt að fullyrða hvor hafi stýrt flugvélinni. Héraðsdómur tekur undir þetta og segir Tryggingamiðstöðina ekki hafa axlað sönnunarbyrði sína um að það hafi í reynd verið Ásgeir sem flaug vélinni. „Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu, þótt skýrar vísbendingar séu fyrir hendi um að það hafi verið stefnandi [Ásgeir], sem tilkynnt hafði um sjálfan sig sem flugmann vélarinnar,“ segir í dóminum sem jafnframt hafnar því sem Tryggingamiðstöðin hélt fram að um „stórkostlegt gáleysi“ hafi verið að ræða. Mennirnir tveir höfðu verið í heimsókn í veiðihúsi við Selá og voru að fljúga þar yfir í kveðjuskyni á leið sinni frá Vopnafjarðarflugvelli og suður þegar véli rakst á raflínuna sem hékk í tveimur staurum sem 378 metrar eru á milli. Þetta lágflug segir dómurinn hafa verið gáleysislegt og ámælisvert. „Þegar litið er til þess hvernig slysið bar að, í ljósi þess sem fyrr segir um legu raflínunnar, aðstæðna á vettvangi og atvika að öðru leyti, verður þó ekki fallist á það með stefnda [TM] að í háttsemi stefnanda [Ásgeirs] hafi, eins og á stóð, falist slíkt gáleysi að bótaréttur hans verði skertur á grundvelli laga um vátryggingasamninga vegna stórkostlegs gáleysis við stjórn flugvélar,“ segir dómurinn, sem leggur fyrir Tryggingamiðstöðina að greiða Ásgeiri með vöxtum það sem á vantar upp á tæplega 8,5 milljóna króna slysabætur. Skýrslu rannsóknarnefndar má lesa hér. Uppfært: Hæstiréttur tók málið fyrir í maí 2016 og taldi rétt að skerða bæturnar um helming.
Fréttir af flugi Dómsmál Tengdar fréttir Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05 TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05
TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20